Lygasögur

Lygasögur er heitið á dagbók Pike Ward, ensks fiskkaupmanns sem í upphafi 20. aldar var nefndur ”frægasti maður Íslands”, en féll í gleymsku skömmu síðar.
Fyrri hluta árs 2019 ferðaðist lista- og kvikmyndagerðamaðurinn Chris Paul Daniels um Ísland til að feta í fótspor Pike Ward og festi ferðalagið á filmu. Lygasögur Ward ásamt úrklippubókum hans eru útgangspunktur Daniels til þess að kanna arfleið Ward. Um leið er kvikmyndin hans eigin upplifun þar sem hann fléttar saman sýn tveggja Englendinga á Ísland með einnar aldar millibili; hann gaumgæfir frásagnargildi mynda þeirra beggja út frá sjónarhóli áhorfanda og ferðalangs, upprunnum í sama landslagi og skrásettum með sömu tækni en tengdum sitt hvorum tímanum.
Verkið, sem þekur þrjá skjái, er framleitt af Einkofi Production. Tónlistina samdi Graham Massey (808 State, Massonix).
Ljósmyndir úr safneign og sérhannaðar fallegar vörur sem tengjast sýningarhaldi
