Hvenær
April 18, 2023
April 23, 2023
Hvar
Anddyri

Sýning á verkum nemenda leikskólans Lyngheima í Grafarvogi.

Þjóðminjasafnið og leikskólinn Lyngheimar í Grafarvogi tóku saman höndum og skipulögðu þrjár heimsóknir leikskólabarnanna á safnið. Börnin unnu ýmis verkefni, meðal annars um skjaldarmerki Íslands og landvættina, uppáhalds hlutinn sinn og Valþjófsstaðahurðina. Börnin unnu líka fjórar sögur og leikrit í myndvinnsluforritinu Pupet Pals. Á sýningunni er afrakstur vinnu nemenda sýndur.

Samvinna safna og skóla eru afar gefandi fyrir bæði börn og hina fullorðnu sem með þeim starfa. Fræðslan dýpkar þegar safnaheimsóknin felur í sér undirbúning og úrvinnslu í leikskólanum. Þá opnast nýir heimar, þar sem sköpunarkrafturinn fær útrás og börnin tengja við eigin reynsluheim.

Barnamenningarhátíð 2023

Í ár er sérstök áhersla lögð á viðburði í Grafarvogi og viðburði sem tengjast friði.

Leiðarljós hátíðarinnar eru gæði, margbreytileiki, jafnræði og gott aðgengi að menningu barna, með börnum og fyrir börn.

Vettvangur hátíðarinnar er borgin öll og fara fjölbreyttir viðburðir fram í grunnskólum, leikskólum, frístundamiðstöðvum, menningarstofnunum, listaskólum og víðar. Barnamenningarhátíðin rúmar allar listgreinar fyrir börn og fjölskyldur þeirra.

Sýningarstjóri:
Handrit:
Þýðandi:
Yfirlestur:
Uppsetning:
Prentun ljósmynda:
Innrömmun:
Grafísk hönnun:
Prentun texta:
Þakkir:

Frá sýningunni

No items found.
Safnbúð

Ljósmyndir úr safneign og sérhannaðar fallegar vörur sem tengjast sýningarhaldi

Fylgstu með

Skráðu þig á póstlista Þjóðminjasafnsins.

Þegar þú skráir þig á póstlista Þjóðminjasafnsins færðu boð á sýningaropnanir, fréttir af viðburðum og sýningum og tilboð í Safnbúð.

Takk!  Staðfestu skráninguna með því að smella á linkinn sem við vorum að senda þér.
Eitthvað fór úrskeiðis. Reyndu aftur.