Hvenær
May 26, 2018
April 10, 2022
Hvar
Hornið

Klausturhald á Íslandi hófst með stofnun klausturs í Bæ í Borgarfirði árið 1030. Samtals voru þrettán klaustur stofnuð á fjórtán stöðum á kaþólsku tímaskeiði hérlendis en því síðasta var komið á fót á Skriðuklaustri árið 1493. Klaustrin urðu ásamt biskupsstólunum að umsvifamestu kirkjulegu stofnunum í landinu fram til siðaskipta. Þá var þeim lokað og kaþólsk trú bönnuð með lögum. Klausturhald féll í gleymsku og minjar úr klaustrum týndust.

Sýningin byggir á rannsókn Steinunnar Kristjánsdóttur, prófessors í fornleifafræði við Háskóla Íslands og Þjóðminjasafn Íslands. Í rannsókninni var leitað að hvers kyns vísbendingum um klausturhald í landinu frá 1030–1554. Notaðir voru jarðsjármælar til að kíkja undir svörðinn og könnunarskurðir grafnir þar sem vísbendingar sáust. Leitað var að klausturgripum í söfnum og kirkjum og að klausturplöntum, rústum og örnefnum úti á vettvangi. Heimildir voru lesnar, jafnt fornbréf sem þjóðsögur, auk þess sem farið var yfir kort og ljósmyndir.

Árið 2017 kom út bókin Leitin að klaustrunum – klausturhald á Íslandi í fimm aldir eftir Steinunni Kristjánsdóttur, á vegum Sögufélags og Þjóðminjasafns Íslands. Áður kom út Sagan af klaustrinu á Skriðu árið 2012. Báðar bækurnar voru tilnefndar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna og Fjöruverðlaunanna í flokki fræðirita og til Viðurkenningar Hagþenkis. Leitin að klaustrunum – klausturhald á Íslandi í fimm aldir hlaut Bókmenntaverðlaun félags bóksala 2017 og Viðurkenningu Hagþenkis 2017.

Sýningin er liður í hátíðarsýningaröð Þjóðminjasafns Íslands vegna 100 ára afmælis fullveldis Íslands og evrópska menningararfsársins 2018.

Sýningin er styrkt af Afmælisnefnd um 100 ára fullveldi Íslands.

Sýningarstjóri:
Handrit:
Þýðandi:
Yfirlestur:
Uppsetning:
Prentun ljósmynda:
Innrömmun:
Grafísk hönnun:
Prentun texta:
Þakkir:

Frá sýningunni

No items found.
Safnbúð

Ljósmyndir úr safneign og sérhannaðar fallegar vörur sem tengjast sýningarhaldi

Fylgstu með

Skráðu þig á póstlista Þjóðminjasafnsins.

Þegar þú skráir þig á póstlista Þjóðminjasafnsins færðu boð á sýningaropnanir, fréttir af viðburðum og sýningum og tilboð í Safnbúð.

Takk!  Staðfestu skráninguna með því að smella á linkinn sem við vorum að senda þér.
Eitthvað fór úrskeiðis. Reyndu aftur.