Hvenær
January 18, 2020
August 30, 2020
Hvar
Myndasalur

Reykvíkingurinn og áhugaljósmyndarinn Gunnar Pétursson átti langan og einstakan feril. Hvort sem hann myndaði náttúru, borg eða mannlíf þá einkenndust öll verk hans af óhlutstæðri sýn hans á umhverfið. Hann sá fleti, form og áferð og lagði alúð í að fanga ljós og hreyfingu í myndum sínum. Hann var virkur í bylgju áhugaljósmyndara eftirstríðsáranna í íslensku samfélagi þegar ný sýn og nýir straumar hösluðu sér völl og listræn ljósmyndun komst á dagskrá.

Gunnar var náttúruunnandi sem gekk snemma í Ferðafélag Íslands og ferðaðist með myndavélina um hálendið og ósnortna náttúru landsins. Hans helsti ferðafélagi var ljósmyndarinn Ingibjörg Ólafsdóttir.

Miðað við umfang ljósmyndasafns Gunnars er nokkuð einstakt hve lítið hefur birst af myndum hans. Hann myndaði fyrst og fremst fyrir sjálfan sig en sló í engu af kröfum til sinna verka. Það er þess vegna mikilsvert og brýnt að færa myndheim þessa hæverska ljósmyndara fram í dagsljósið.

Sýningin í Myndasal Þjóðminjasafnsins byggir á rannsókn Steinars Arnar Erlusonar en í tengslum við sýninguna verður gefin út bók hans um Gunnar Pétursson og ljósmyndun hans. Steinar Örn gegndi rannsóknarstöðu Kristjáns Eldjárns við Þjóðminjasafn árið 2018-2019.

Sýningin er framlag safnsins á Ljósmyndahátíð Íslands 2020.

Sýningarstjóri:
Handrit:
Þýðandi:
Yfirlestur:
Uppsetning:
Prentun ljósmynda:
Innrömmun:
Grafísk hönnun:
Prentun texta:
Þakkir:

Frá sýningunni

No items found.
Safnbúð

Ljósmyndir úr safneign og sérhannaðar fallegar vörur sem tengjast sýningarhaldi

Fylgstu með

Skráðu þig á póstlista Þjóðminjasafnsins.

Þegar þú skráir þig á póstlista Þjóðminjasafnsins færðu boð á sýningaropnanir, fréttir af viðburðum og sýningum og tilboð í Safnbúð.

Takk!  Staðfestu skráninguna með því að smella á linkinn sem við vorum að senda þér.
Eitthvað fór úrskeiðis. Reyndu aftur.