Horft til norðurs

Ljósmyndararinn Jessica Auer fer í einskonar könnunarleiðangur um ferðamannastaði Íslands og skrásetur umhverfi ferðamannsins. Í myndum hennar verða ferðalangurinn og efnisheimur hans hluti af náttúrusvæðum og áningarstöðum.
Ferðamennska birtist sem umbreytingarafl í íslensku landslagi og hefur sterk sjónræn áhrif. Sjálf stendur Jessica utan við viðfangsefnið og horfir úr fjarlægð líkt og gestur í ókunnugum heimi. Breytt landslag af manna völdum hefur verið viðfangsefni samtímaljósmyndara um nokkurt skeið og ferðamannaiðnaðurinn er stór þáttur í því mengi. Jessica er kanadísk og kennir ljósmyndun við Concordia University í Montréal. Hálft árið býr hún á Seyðisfirði og rekur þar stúdíóið Strönd.
Listamaður vill þakka Conseil des arts et des lettres du Québec, the Canada Council for the Arts og the Post-Image Cluster við Milieux Institute for Arts and Culture fyrir veitta styrki.
Sýningin er framlag safnsins á Ljósmyndahátíð Íslands 2020.
Ljósmyndir úr safneign og sérhannaðar fallegar vörur sem tengjast sýningarhaldi
