Hvenær
November 5, 2022
September 17, 2023
Hvar
Bogasalur
Sýningin teflir saman upplýsingum um dánarbú sem varðveittar eru á Þjóðskjalasafni Íslands og gripum úr munasafni Þjóðminjasafnsins með það að markmiði að varpa ljósi á efnisheim fólks á 18. og 19. öld.

Hvað átti fólk? Hvers virði voru eigur þess? Hvernig endurspeglast eigur fólks fyrr á öldum í varðveittum menningararfi þjóðarinnar?

Biblía, rotin. Stór kistugarmur, ónýtur. Saumaskrúfa. Sjö tunnuskrifli, öll fúin og mjög bandafá, sumar heilar, sumar hálfar og flestar botnlausar. Nærbuxur, með gati. Þetta eru m.a. þeir hlutir sem uppboðsbækur dánarbúa höfðu að geyma og sjá má sjá á sýningunni í Bogasal.

Sýningin miðlar afrakstri öndvegisverkefnisins Heimsins hnoss: Söfn efnismenningar, menningararfur og merking sem unnið var af hópi fræðimanna við Háskóla Íslands í samstarfi við erlenda aðila.

Árið 2018 hlaut rannsóknarverkefnið Heimsins hnoss: Söfn efnismenningar, menningararfur og merking öndvegisstyrk frá Rannís. Að verkefninu stóð hópur hug- og félagsvísindafólks við Háskóla Íslands sem vann að því í samstarfi við erlenda sérfræðinga víða um heim. Rannsóknin fólst í því að varpa ljósi á efnislegar eigur fólks á síðari öldum og velta því fyrir sér hvernig þessir hlutir mynda menningararf íslensku þjóðarinnar í dag.

Tvö ólík söfn um eigur fólks frá fyrri tíð lágu til grundvallar rannsóknarverkefninu. Annars vegar skjöl með upp skrifuðum dánarbúum Íslendinga í Þjóðskjalasafni Íslands og hins vegar munasafn Þjóðminjasafns Íslands.

Sýningin mun standa frá 5. nóvember 2022 til 17. september 2023.

Sýningarstjóri:
Handrit:
Þýðandi:
Yfirlestur:
Uppsetning:
Prentun ljósmynda:
Innrömmun:
Grafísk hönnun:
Prentun texta:
Þakkir:

Frá sýningunni

No items found.
Safnbúð

Ljósmyndir úr safneign og sérhannaðar fallegar vörur sem tengjast sýningarhaldi

Fylgstu með

Skráðu þig á póstlista Þjóðminjasafnsins.

Þegar þú skráir þig á póstlista Þjóðminjasafnsins færðu boð á sýningaropnanir, fréttir af viðburðum og sýningum og tilboð í Safnbúð.

Takk!  Staðfestu skráninguna með því að smella á linkinn sem við vorum að senda þér.
Eitthvað fór úrskeiðis. Reyndu aftur.