Hvenær
May 4, 2019
September 1, 2019
Hvar
Myndasalur

Agnieszka Sosnowska flutti til Íslands fyrir 13 árum. Ljósmyndir hennar festa á filmu vegferð sem hún hvorki skipulagði né átti von á. Hún ljósmyndar sjálfa sig, nemendur sína, nýja fjölskyldumeðlimi og vini. Innblástur sækir hún til kvenlega kraftsins sem hún upplifir á Íslandi.

Frá Agnieszku:

Hvernig umbreytast atburðir sögunnar í þjóðsögu? Hvaða sannleika geymir slík þjóðsaga?

Ég flutti til Íslands fyrir þrettán árum og giftist Íslendingi. Ég er oft spurð: „Af hverju Ísland?“ Ástæður mínar eru margvíslegar; allt frá þeim lífsstíl sem býðst í sveitinni og góðu starfi til fallegrar náttúru. Síðast en ekki síst nefni ég íslenskar konur.

Ég skráset leið mína um lífið, leið sem ég hvorki valdi né bjóst við. Í huga mínum er íslenskur kvenleiki tákn um styrk og samstöðu. Sá styrkur hefur verið innblástur í lífi mínu sem innflytjandi. Ég tek myndir af sjálfri mér, nemendum mínum, nýjum fjölskyldumeðlimum og vinum. Sjálfsmyndirnar þjóna þeim tilgangi að sýna tengingu mín við staði.

Þessar ljósmyndir eru þjóðsaga. Þær geyma ást mína, vonir, ótta og styrk. Þær eru sannleikur minn.

Agnieszka Sosnowska

Sýningarstjóri:
Handrit:
Þýðandi:
Yfirlestur:
Uppsetning:
Prentun ljósmynda:
Innrömmun:
Grafísk hönnun:
Prentun texta:
Þakkir:

Frá sýningunni

No items found.
Safnbúð

Ljósmyndir úr safneign og sérhannaðar fallegar vörur sem tengjast sýningarhaldi

Fylgstu með

Skráðu þig á póstlista Þjóðminjasafnsins.

Þegar þú skráir þig á póstlista Þjóðminjasafnsins færðu boð á sýningaropnanir, fréttir af viðburðum og sýningum og tilboð í Safnbúð.

Takk!  Staðfestu skráninguna með því að smella á linkinn sem við vorum að senda þér.
Eitthvað fór úrskeiðis. Reyndu aftur.