Hvenær
May 9, 2018
January 20, 2019
Hvar
Þjóðminjasafn Íslands

Úrval gripa sem fundust við rannsóknina á Dysnesi er nú til sýnis í Þjóðminjasafni Íslands.

Árið 2017 fundust sex kuml á Dysnesi við Eyjafjörð. Rannsókn á þeim hefur varpað nýju ljósi á greftrunarsiði í heiðni. Bæði er staðsetning kumlanna óvenjuleg og stærð hauga og mannvirkja sem voru yfir gröfunum. Augljóst er að hreyft var við öllum kumlunum í heiðni.

Í kumlunum fundust margvíslegir gripir. Þar á meðal sverð, spjót, nælur, silfurhringur og perlur. Tveir einstaklingar voru heygðir þar í bátum. Við rannsókn á kumlunum komu í ljós um 900 naglar, flestir bátsaumar.

Sýningin er samstarfsverkefni Fornleifastofnunar Íslands ses. og Þjóðminjasafns Íslands.

Sýningarstjóri:
Handrit:
Þýðandi:
Yfirlestur:
Uppsetning:
Prentun ljósmynda:
Innrömmun:
Grafísk hönnun:
Prentun texta:
Þakkir:

Frá sýningunni

No items found.
Safnbúð

Ljósmyndir úr safneign og sérhannaðar fallegar vörur sem tengjast sýningarhaldi

Fylgstu með

Skráðu þig á póstlista Þjóðminjasafnsins.

Þegar þú skráir þig á póstlista Þjóðminjasafnsins færðu boð á sýningaropnanir, fréttir af viðburðum og sýningum og tilboð í Safnbúð.

Takk!  Staðfestu skráninguna með því að smella á linkinn sem við vorum að senda þér.
Eitthvað fór úrskeiðis. Reyndu aftur.