Á eigin vegum. Ljósmyndir 1967–2017.

Guðmundur Ingólfsson er meðal fremstu ljósmyndara sinnar kynslóðar á Íslandi. Guðmundur hefur notið þess að ljósmynda á eigin vegum og á stórar filmur, landslag og byggð. Í Reykjavík hefur hann skrásett ásýnd borgarinnar og í myndum teknum í úthverfum og í Kvosinni - af sjoppum og af mannlífi - birtast breytingar sem sýna þróun byggðar. Sýningin veitir yfirlit um hálfrar aldar ljósmyndaferil Guðmundar Ingólfssonar.
Á sýningunni er úrval persónulegra verka Guðmundar Ingólfssonar.
Guðmundur er fæddur árið 1946. Hann lærði ljósmyndun í Folkwang Schule für Gestaltung, hjá Otto Steinert í Essen í Þýskalandi á árunum 1968–1971. Þar þróaði hann myndsýn sem var byggð á hugmyndum um nýja hlutlægni í ljósmyndun. Að námi loknu fluttist Guðmundur til Reykjavíkur og stofnaði þar ljósmyndastofuna Ímynd. Á stofunni voru sett ný viðmið í fagmennsku í auglýsinga- og iðnaðarljósmyndun á Íslandi.
Titill sýningarinnar vísar til þeirra mynda sem Guðmundur hefur unnið á eigin vegum, samhliða verkefnum unnum eftir beiðni.
Þjóðminjasafn Íslands gefur út bók með ljósmyndum Guðmundar og greinum sem fjalla um feril hans. Greinahöfundar eru Einar Falur Ingólfsson, Jacob Lillemose, Liv Gudmundson og Timm Rautert. Ritstjóri er Ingunn Jónsdóttir.
Ljósmyndir úr safneign og sérhannaðar fallegar vörur sem tengjast sýningarhaldi
