When
March 28, 2023
12:00 PM
where
Fyrirlestrarsalur

Anna Heiða Baldursdóttir doktor í sagnfræði, fjallar um möguleika tveggja umfangsmikilla heimildasafna fyrir rannsóknir; dánarbúsuppskriftir og rafræna gagnasafnið Sarp.

Anna Heiða varpar ljósi á eiginleika tveggja ólíkra heimildasafna (e. archives) og þýðingu þeirra fyrir rannsóknir í sagnfræði. Í fyrsta lagi eru dánarbúsuppskriftir sem ritaðar voru á 18. og 19. öld og varðveittar eru á Þjóðskjalasafni Íslands. Þar koma fyrir eigur 33.000 Íslendinga sem voru virtar til verðs af embættismönnum þessa tíma. Í öðru lagi er um að ræða þann hluta safnkosts Þjóðminjasafns Íslands sem samkvæmt rafrænum gagnagrunni safnsins, Sarpi, er frá 19. öld. Þar eru skráðir tæplega 3000 munir sem safnað hefur verið síðan Þjóðminjasafnið var stofnað árið 1863. Hvað einkennir þessi tvö umfangsmiklu heimildasöfn og hverjir eru möguleikarnir í notkun þeirra?

Anna Heiða Baldursdóttir sinnti rannsóknum innan öndvegisverkefnisins Heimsins hnoss og varði doktorsritgerð sína, Hlutir úr fortíð: Eigur fólks og safngripir frá 19. öld, nýlega við Háskóla Íslands. Anna Heiða starfar sem sérfræðingur við Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri.

Fyrirlesturinn tengist sýningunni Heimsins hnoss í Bogasal Þjóðminjasafnsins.

Watch the lecture here

Explore our YouTube channel

Dagskrá

Stay tuned

Subscribe to our newsletter

Subscribe to the Museum's newsletter and receive invitations to exhibition openings, news about events and lectures, and special offers in the Museum Shop.

Thanks! Check your inbox and click the link to confirm your subscription.
Something went wrong. Please try again.