When
December 7, 2025
Kl. 14
where
Barna- og fjölskyldurými

Grýla og Leppalúði heimsækja safnið ásamt hinum kátu og uppátækjasömu jólaskellum; Flotsokku, Tösku og Leppatusku. Þær hafa sínar kenjar og sérkenni eins og bræður þeirra þrettán, jólasveinarnir.

Flotsokka er sólgin í flot og safnar því í sokkana sína, Leppatuska er nefnd eftir Leppalúða föður sínum og æðir á eftir honum með tuskurnar á lofti í Grýluhelli (þau sem ekki vilja fá skammir ættu að ganga snyrtilega um í desember). Taska stenst ekkert fallegt og laumar í tösku sína því sem glitrar og skín (passið vel upp á jólaskrautið).

Skemmtunin er orðin fastur liður í jólaundirbúningi fjölmargra fjölskyldna á höfuðborgarsvæðinu.

Aðgangur er ókeypis fyrir börn að 18 ára, en fullorðnir greiða 3.000 kr. aðgangseyri og fá þá árskort sem gildir á alla viðburði og sýningar safnsins í ár frá kaupum.

Við hlökkum til að sjá ykkur!

Watch the lecture here

Explore our YouTube channel

Speakers and Topics

Stay tuned

Subscribe to our newsletter

Subscribe to the Museum's newsletter and receive invitations to exhibition openings, news about events and lectures, and special offers in the Museum Shop.

Thanks! Check your inbox and click the link to confirm your subscription.
Something went wrong. Please try again.