Fyrsta kvikmyndagerðarkonan

Fyrsta konan til að koma með beinum hætti að kvikmyndagerð á Íslandi var íþróttakonan og frumkvöðullinn Ruth Hanson. Árið 1927, í samstarfi við Loft Guðmundsson ljósmyndara og systur sína Rigmor Hanson, var gerð stutt dansmynd sem kenna átti áhorfendum Flat-Charleston dansinn.
Gunnar Tómas Kristófersson, sérfræðingur á Kvikmyndasafni Íslands, flytur erindi í Þjóðminjasafninu. Fyrirlesturinn fjallar um frumkvöðulinn og íþróttakonuna Ruth Hanson og er haldin í tengslum við ljósmyndasýninguna I skyggen, þar sem konur í hópi frumkvöðla á sviði ljósmyndunar eru í forgrunni en þeirri sýningu lýkur 4. september 2022.
Í fyrirlestrinum fer Gunnar Tómas yfir ótal afrek Ruthar á meðan hún bjó á Íslandi og lýsir því hvernig hún markaði sín eigin spor í kvikmyndasögu Íslands þrátt fyrir að vera ekki kvikmyndagerðarkona heldur leikfimikennari.
Gunnar Tómas Kristófersson er sérfræðingur á Kvikmyndasafni Íslands þar sem hann stundar rannsóknir ásamt því að sinna rannsóknum á íslenskri kvikmyndasögu í doktorsnámi sínu við Háskóla Íslands.Aðgöngumiði í safnið gildir. Ókeypis fyrir handhafa árskorts og ókeypis fyrir börn að 18 ára aldri. Árskort kostar 2.500 kr. og gildir á allar sýningar og viðburði í Þjóðminjasafni Íslands.