When
August 30, 2022
12:00 PM
where
Fyrirlestrarsalur

Fyrsta konan til að koma með beinum hætti að kvikmyndagerð á Íslandi var íþróttakonan og frumkvöðullinn Ruth Hanson. Árið 1927, í samstarfi við Loft Guðmundsson ljósmyndara og systur sína Rigmor Hanson, var gerð stutt dansmynd sem kenna átti áhorfendum Flat-Charleston dansinn.

Gunnar Tómas Kristófersson, sérfræðingur á Kvikmyndasafni Íslands, flytur erindi í Þjóðminjasafninu. Fyrirlesturinn fjallar um frumkvöðulinn og íþróttakonuna Ruth Hanson og er haldin í tengslum við ljósmyndasýninguna I skyggen, þar sem konur í hópi frumkvöðla á sviði ljósmyndunar eru í forgrunni en þeirri sýningu lýkur 4. september 2022.

Í fyrirlestrinum fer Gunnar Tómas yfir ótal afrek Ruthar á meðan hún bjó á Íslandi og lýsir því hvernig hún markaði sín eigin spor í kvikmyndasögu Íslands þrátt fyrir að vera ekki kvikmyndagerðarkona heldur leikfimikennari.

Gunnar Tómas Kristófersson er sérfræðingur á Kvikmyndasafni Íslands þar sem hann stundar rannsóknir ásamt því að sinna rannsóknum á íslenskri kvikmyndasögu í doktorsnámi sínu við Háskóla Íslands.Aðgöngumiði í safnið gildir. Ókeypis fyrir handhafa árskorts og ókeypis fyrir börn að 18 ára aldri. Árskort kostar 2.500 kr. og gildir á allar sýningar og viðburði í Þjóðminjasafni Íslands.

Watch the lecture here

Explore our YouTube channel

Dagskrá

Stay tuned

Subscribe to our newsletter

Subscribe to the Museum's newsletter and receive invitations to exhibition openings, news about events and lectures, and special offers in the Museum Shop.

Thanks! Check your inbox and click the link to confirm your subscription.
Something went wrong. Please try again.