When
December 5, 2025
Kl. 12-14:50
where
Fyrirlestrarsalur, 1. hæð

Þjóðminjasafn Íslands og Félag fornleifafræðinga standa sameiginlega að dagskrá í tilefni afmælisdags Dr. Kristjáns Eldjárns, fyrrum þjóðminjavarðar og forseta Íslands. Dagskráin fer fram í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins föstudaginn 5. desember, kl 12-14:15.  

Kristján vakti áhuga þjóðarinnar á fornleifum í gegnum rannsóknir sínar, skrif og þáttagerð. En hvernig gengur að miðla þeirri sögu sem fornleifarnar hafa að geyma til íslensku þjóðarinnar og erlendra ferðamanna?

Snædís Sunna Thorlacius, formaður Félags fornleifafræðinga stýrir dagskránni.

Dagskrá

Harpa Þórsdóttir þjóðminjavörður setur viðburðinn.

Viðey - Miðlun menningarsögu
Margrét Hallgrímsdóttir, fornleifafræðingur og fv. þjóðminjavörður

Tækifæri í fornleifaferðaþjónustu á höfuðborgarsvæðinu
Inga Hlín Pálsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins

Fornleifar og ferðaþjónusta - Hvað viljum við vita?
Guðrún Þóra Gunnarsdóttir, forstöðumaður Rannsóknamiðstöðvar ferðamála

KAFFIHLÉ

Raddir úr rústum - Miðlun sögu og fornleifa til gesta á Þingvöllum og Hrafnseyri
Margrét Hrönn Hallmundsdóttir, staðarhaldari á Hrafnseyri við Arnarfjörð og fyrrverandi deildarstjóri fornleifadeildar Náttúrustofu Vestfjarða

Frá mold til miðlunar - Ferðamenn og fornleifar á Skriðuklaustri
Skúli Björn Gunnarsson, forstöðumaður Gunnarsstofnunar

Boðið verður upp á kaffi og kleinur.
Öll velkomin, enginn aðgangseyrir!

Watch the lecture here

Explore our YouTube channel

Speakers and Topics

Stay tuned

Subscribe to our newsletter

Subscribe to the Museum's newsletter and receive invitations to exhibition openings, news about events and lectures, and special offers in the Museum Shop.

Thanks! Check your inbox and click the link to confirm your subscription.
Something went wrong. Please try again.