When
November 29, 2022
12:00 PM
where
Fyrirlestrarsalur

Hvaða muni þurfti fólk, og hafði aðgang að, til lesa bækur, geyma þær og flytja milli staða á 19. öld? Hvernig birtist þessi efnisheimur okkur í safnkosti Þjóðminjasafns Íslands og annarra minjasafna og hvað segja dánarbúsuppskriftir um málið?

Davíð Ólafsson sagnfræðingur og lektor í menningarfræði á Hugvísindasviði Háskóla Íslands verður með erindi í Þjóðminjasafninu þriðjudaginn 29. nóvember klukkan 12:00 þar sem hann veltir upp þessum spurningum. Fyrirlestrinum er streymt beint á YouTube-rás Þjóðminjasafnsins.

Í erindi sínu fjallar Davíð um þá efnislegu hluti sem tilheyrðu bóklegri iðkun á 19. öld á Íslandi. Meðal þess sem hefur verið rannsakað innan verkefnisins Heimsins hnoss er eignarhald á bókum og handritum. En til viðbótar við bækurnar sjálfar kalla lestur og skrift á tilvist og notkun fjölmargra annarra gripaflokka.

Árið 2018 hlaut rannsóknarverkefnið Heimsins hnoss: Söfn efnismenningar, menningararfur og merking öndvegisstyrk frá Rannís. Rannsóknin fólst í því að varpa ljósi á efnislegar eigur fólks á síðari öldum og velta því fyrir sér hvernig þessir hlutir mynda menningararf íslensku þjóðarinnar í dag. Tvö ólík söfn um eigur fólks frá fyrri tíð lágu til grundvallar rannsóknarverkefninu. Annars vegar skjöl með upp skrifuðum dánarbúum Íslendinga í Þjóðskjalasafni Íslands og hins vegar munasafn Þjóðminjasafns Íslands.

Tilefni erindisins er sýningin Heimsins hnoss: Lúinn kistill, silfurskeið og nærbuxur (með gati) sem var opnuð 5. nóvember 2022 í Bogasal Þjóðminjasafns Íslands. Sýningin teflir saman upplýsingum úr ofangreindum söfnum með það að markmiði að varpa ljósi á efnisheim fólks á 18. og 19. öld.

Watch the lecture here

Explore our YouTube channel

Dagskrá

Stay tuned

Subscribe to our newsletter

Subscribe to the Museum's newsletter and receive invitations to exhibition openings, news about events and lectures, and special offers in the Museum Shop.

Thanks! Check your inbox and click the link to confirm your subscription.
Something went wrong. Please try again.