Lögréttutjöldin

Í tilefni 80 ára afmælishátíðar lýðveldis á Íslandi sýnir Þjóðminjasafn Íslands í samstarfi við Þjóðgarðinn á Þingvöllum tjöld sem eru talin hafa hangið í Lögréttuhúsinu á Þingvöllum á síðari hluta 18. aldar.
Hin svokölluðu Lögréttutjöld voru seld skoskum ferðamanni að nafni Robert Mackay Smith árið 1858 en eru nú í eigu Þjóðminjasafns Skotlands. Þegar þau voru seld úr landi höfðu þau verið á Bessastöðum í þó nokkurn tíma.
Lögréttutjöldin eru í raun tvö mislöng rúmtjöld úr ull og líni sem hafa verið saumuð saman eftir langhliðinni. Þau eru skreytt með útsaumi og áletrunum. Á öðru eru spakmæli en brot úr passíusálmi eftir Hallgrím Pétursson á hinu.

Tjöldin eru fengið að láni hjá Þjóðminjasafni Skotlands.

Sýningin er hluti af dagskrá í tilefni 80 ára afmælis Íslenska lýðveldisins.
Ljósmyndir úr safneign og sérhannaðar fallegar vörur sem tengjast sýningarhaldi
