Þjóðminjasafnið gefur út rit sem tengjast rannsóknum og sýningum safnsins. Útgáfur safnsins hafa fengið fjölmargar viðurkenningar. Bækur Þjóðminjasafnsins má nálgast í Safnbúð og vefverslun auk þess sem þær fara í almenna dreifingu við útgáfu. Þá hafa fræðimenn á Kjarnasviði samið og tekið saman fjölmörg rit og handbækur á rafrænu formi sem nálgast má rafrænt hér á síðunni ásamt skýrslum safnsins.