útgáfa
Goðsögn um konu

Úrvali ljósmynda eftir Agnieszku Sosnowska. Bókin kemur út í tilefni samnefndrar sýningar Agnieszku. Að auki eru í bókinni greinar eftir Ingunni Snædal skáld og þýðanda og Kat Kiernan ritstjóra og framkvæmdastjóra Panoptican Gallery í Boston, Massachusetts.
Sýningin og bókin eru afrakstur af verkefni sem Agnieszka vann undir titlinum Goðsögn um konu/Myth of a woman. Verkefnið hlaut styrk úr sjóði Hjálmars R. Bárðarsonar hjá Ljósmyndasafni Íslands í Þjóðminjasafni fyrir tveimur árum.
Bókin er 80 blaðsíður. Hönnuður bókarinnar er Nuno Moreira.
Höfundur
Agnieszka Sosnowska, Ingunn Snædal, Kat Kiernan
Útgáfuár
2019