When
November 15, 2022
12:00 PM
where
Fyrirlestrarsalur

Már Jónsson, prófessor í sagnfræðideild Háskóla Íslands, flytur hádegiserindi í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafnsins, þar sem þetta verður gert að umtalsefni og spurt hvort nokkuð sé að marka þessa pappíra?

Tilefni erindisins er sýningin Heimsins hnoss: Lúinn kistill, silfurskeið og nærbuxur (með gati) sem var opnuð 5. nóvember 2022 í Bogasal Þjóðminjasafns Íslands.

Sýningin teflir saman upplýsingum um dánarbú sem varðveittar eru í Þjóðskjalasafni Íslands og gripum úr munasafni Þjóðminjasafnsins með það að markmiði að varpa ljósi á efnisheim fólks á 18. og 19. öld.

Árið 2018 hlaut rannsóknarverkefnið Heimsins hnoss: Söfn efnismenningar, menningararfur og merking öndvegisstyrk frá Rannís. Að verkefninu stóð hópur hug- og félagsvísindafólks við Háskóla Íslands sem vann að því í samstarfi við erlenda sérfræðinga víða um heim. Rannsóknin fólst í því að varpa ljósi á efnislegar eigur fólks á síðari öldum og velta því fyrir sér hvernig þessir hlutir mynda menningararf íslensku þjóðarinnar í dag. Tvö ólík söfn um eigur fólks frá fyrri tíð lágu til grundvallar rannsóknarverkefninu. Annars vegar skjöl með upp skrifuðum dánarbúum Íslendinga í Þjóðskjalasafni Íslands og hins vegar munasafn Þjóðminjasafns Íslands.

Watch the lecture here

Explore our YouTube channel

Dagskrá

Stay tuned

Subscribe to our newsletter

Subscribe to the Museum's newsletter and receive invitations to exhibition openings, news about events and lectures, and special offers in the Museum Shop.

Thanks! Check your inbox and click the link to confirm your subscription.
Something went wrong. Please try again.