Dálítill sjór

Veðurfréttir eru hluti af íslenskri menningu. Hjá mörgum er það hluti af notalegum hversdagsleika að hlusta á þær en hjá öðrum er það öryggisatriði. Veðurfréttir byggjast aðallega á upplýsingum frá sjálfvirkum veðurstöðvum, en einnig frá mönnuðum stöðvum, sem fer þó fækkandi. En hvernig lítur rok út? Súld, gráð og öll þessi orð sem heyrast í veðurspánum? Af hverju er stundum talað um dálítinn sjó í veðurfréttunum og hvernig lítur hann út?
Til að rannsaka málið heimsótti Kristín þær átta sjóveðurstöðvar sem enn eru mannaðar og úr varð myndröð sem fer réttsælis um landið, á sama hátt og veðurlýsingar eru lesnar upp í veðurfréttum RÚV. Ljósmyndirnar fjalla um veðrið sem fyrirbæri, skynjun og mikilvægi þess að við töpum ekki þeirri kunnáttu að lesa í umhverfið með því að horfa og hlusta.
Ljósmyndir úr safneign og sérhannaðar fallegar vörur sem tengjast sýningarhaldi
