Húsasafn
Sjávarborgarkirkja í Skagafirði
Sjávarborgarkirkja stendur á Borg, klettahöfða skammt frá Sauðárkróki, og rís hátt upp frá sléttlendinu í kring. Þar var kirkjustaður að minnsta kosti frá því á 14. öld. Kirkjan er úr timbri, byggð af Ólafi Guðmundssyni frá Húsey árið 1853, og stóð húsið upphaflega rétt norðan gamla torfbæjarins.
Yfirsmiður var Guðjón Jónsson snikkari á Akureyri, sem þekktur var fyrir listfengi. Húsgrindin er úr bindingsverki og klædd utan með slagþili á veggjum en rennisúð á þaki.
Elsta ritaða heimild um kirkju á Sjávarborg er frá um 1318. Hún var þá helguð Andrési postula.
Árið 1891 var kirkjan lögð niður og notuð sem skemma um árabil en hún var flutt úr stað um 1930.
Byggingarlýsingu Guðmundar L. Hafsteinssonar má nálgast hér:


Sjávarborgarkirkja hefur verið hluti af Húsasafni Þjóðminjasafns Íslands frá árinu 1972. Þá var henni fundinn enn nýr staður og var hún endurvígð árið 1983. Gestir eru velkomnir á eigin ábyrgð. Vinsamlegast gangið vel um.