Hvenær
Kirkjan er öllum opin
Hvar
Reykholti, Borgarfirði

Guðmundur Helgason prestur í Reykholti átti frumkvæði að kirkjusmíðinni. Kirkjan var reist á árunum 1886-1887 af Ingólfi Guðmundssyni og vígð 31. júlí 1887. Söfnuðurinn tók við kirkjunni árið 1895.

Í formum kirkjunnar gætir sterkra áhrifa frá Dómkirkjunni í Reykjavík. Kirkjan var snemma klædd að utan með bárujárni vegna óþéttleika ensíðar eða um miðja 20. öld var útliti hennar breytt verulega. Þá voru m.a.settir í hana nýir gluggar, bogamyndaðir að ofan.

Kirkjan var tekin í vörslu Þjóðminjasafns Íslands árið 2001 og hófust í kjölfarið viðamiklar viðgerðir á henni. Í þeim hefur verið tekið mið af upprunalegri ásýnd kirkjunnar.

Gestir eru velkomnir á eigin ábyrgð. Vinsamlegast gangið vel um.

Byggingarlýsingu Guðmundar L. Hafsteinssonar má nálgast hér:

PDF Icon

Fylgstu með

Skráðu þig á póstlista Þjóðminjasafnsins.

Þegar þú skráir þig á póstlista Þjóðminjasafnsins færðu boð á sýningaropnanir, fréttir af viðburðum og sýningum og tilboð í Safnbúð.

Takk!  Staðfestu skráninguna með því að smella á linkinn sem við vorum að senda þér.
Eitthvað fór úrskeiðis. Reyndu aftur.