Húsasafn
Reykholtskirkja í Borgarfirði
Guðmundur Helgason prestur í Reykholti átti frumkvæði að kirkjusmíðinni. Kirkjan var reist á árunum 1886-1887 af Ingólfi Guðmundssyni og vígð 31. júlí 1887. Söfnuðurinn tók við kirkjunni árið 1895.
Í formum kirkjunnar gætir sterkra áhrifa frá Dómkirkjunni í Reykjavík. Kirkjan var snemma klædd að utan með bárujárni vegna óþéttleika ensíðar eða um miðja 20. öld var útliti hennar breytt verulega. Þá voru m.a.settir í hana nýir gluggar, bogamyndaðir að ofan.
Kirkjan var tekin í vörslu Þjóðminjasafns Íslands árið 2001 og hófust í kjölfarið viðamiklar viðgerðir á henni. Í þeim hefur verið tekið mið af upprunalegri ásýnd kirkjunnar.
Gestir eru velkomnir á eigin ábyrgð. Vinsamlegast gangið vel um.
Byggingarlýsingu Guðmundar L. Hafsteinssonar má nálgast hér:
