Rúnir

Bandrúnir
Bandrúnir eru tvær eða fleiri rúnir sem er blandað saman í eitt tákn. Þær eru stundum notaðar til að tákna fyrstu stafina í nafni og þannig er hægt að merkja sér hluti.
Bluetooth lógóið er bandrún úr rúnum teknum úr yngra fúþarkinu. Það eru (Hagall) ᚼ og (Bjarkan) ᛒ sem eru upphafsstafir Haraldar blátannar sem var konungur í Danmörku og Noregi og dó ca. árið 985.
Hér er stutt myndband sem kennir gerð bandrúna og í framhaldi er kennd einföld stimplagerð til að búa til stimpil með bandrún.

Notkun rúnarista
Rúnir hafa meðal annars verið notaðar til að merkja hluti og til að magna yfirnáttúruleg öfl.
Rúnir voru ristar í hart efni eins og tré og stein.
Í rúnaristum er bil á milli orða stundum táknað með ⋮
Rúnaletrið var notað áfram samhliða latneska stafrófinu. Rúnirnar voru þó ekki skrifaðar á bækur, heldur áfram ristar í tré og stein, t.d. legsteina.

Almennt um rúmir

Orðið rún getur merkt leyndardómur eða vísdómur.
Stundum er áletrun á gömlum gripum sambland stafa úr gríska og latneska stafrófinu, rúnum og bandrúnum. Stundum hefur líka sumum stafanna verið snúið eða við þá bætt.
Í dag eru rúnir meðal annars notaðar til að tengja við fornan arf, til dæmis í vörumerkjum, en líka sem galdratákn, húðflúr og fyrir spálestur.
Á myndinni er hirsla sem kölluð var lár. Konur geymdu oft hannyrðir og smáhluti á lárnum. Þeir voru oft fallega útskornir. Í lárinn á myndinni eru útskornar rúnir. Lárinn er frá 17. öld. (Þjms. 3387/1890-19)

