Rúnir eru stafir sem hægt er að skrifa og lesa. Hluti landnámsfólksins hefur líklega kunnað að rista rúnir. Elstu rúnaristurnar sem fundist hafa á Íslandi eru frá 10. öld.

PDF Icon

Fúþark

Rúnastafrófið kallast Fúþark, eftir fyrstu sex rúnunum. Eldra fúþarkið eru 24 rúnir. Yngra fúþarkið eru einungis 16 rúnir.

Þú getur opnað skjalið og prentað það út!

PDF Icon

Bandrúnir

Bandrúnir eru tvær eða fleiri rúnir sem er blandað saman í eitt tákn. Þær eru stundum notaðar til að tákna fyrstu stafina í nafni  og þannig er hægt að merkja sér hluti.

Bluetooth lógóið er bandrún úr rúnum teknum úr yngra fúþarkinu. Það eru (Hagall) ᚼ og (Bjarkan) ᛒ sem eru upphafsstafir Haraldar blátannar sem var konungur í Danmörku og Noregi og dó ca. árið 985.

Hér er stutt myndband sem kennir gerð bandrúna og í framhaldi er kennd einföld stimplagerð til að búa til stimpil með bandrún.

PDF Icon

Notkun rúnarista

Rúnir hafa meðal annars verið notaðar til að merkja hluti og til að magna yfirnáttúruleg öfl.

Rúnir voru ristar í hart efni eins og tré og stein.

Í rúnaristum er bil á milli orða stundum táknað með ⋮

Rúnaletrið var notað áfram samhliða latneska stafrófinu. Rúnirnar voru þó ekki skrifaðar á bækur, heldur áfram ristar í tré og stein, t.d. legsteina.

PDF Icon

Galdrastafir

Galdrastafir eru skyldir bandrúnum og vernda eigandann.

Galdrar eða máttur voru, og eru enn, talin fylgja rúnum. Þær voru ekki bara letur, heldur líka notaðar til að magna ýmsa krafta.

Á myndinni er galdrastafur frá 18. öld, Karlamagnúsarhringur.

PDF Icon

Almennt um rúmir

Orðið rún getur merkt leyndardómur eða vísdómur.

Stundum er áletrun á gömlum gripum sambland stafa úr gríska og latneska stafrófinu, rúnum og bandrúnum. Stundum hefur líka sumum stafanna verið snúið eða við þá bætt.

Í dag eru rúnir meðal annars notaðar til að tengja við fornan arf, til dæmis í vörumerkjum, en líka sem galdratákn, húðflúr og fyrir spálestur.

Á myndinni er hirsla sem kölluð var lár. Konur geymdu oft hannyrðir og smáhluti á lárnum. Þeir voru oft fallega útskornir. Í lárinn á myndinni eru útskornar  rúnir. Lárinn er frá 17. öld. (Þjms. 3387/1890-19)

PDF Icon

PDF Icon
Fylgstu með

Skráðu þig á póstlista Þjóðminjasafnsins.

Þegar þú skráir þig á póstlista Þjóðminjasafnsins færðu boð á sýningaropnanir, fréttir af viðburðum og sýningum og tilboð í Safnbúð.

Takk!  Staðfestu skráninguna með því að smella á linkinn sem við vorum að senda þér.
Eitthvað fór úrskeiðis. Reyndu aftur.