Málshættir eiga rætur í daglegu lífi, oft fyrr á tíð. Þeir varpa oft mynd í hugum fólk en erfitt getur verið að skilja málshætti ef maður þekkir ekki í hvað er að vísað. Hér eru nokkrar myndir af gripum Þjóðminjasafnsins sem málshættir sem tengjast því sem myndirnar sýna.

Hvaða málshátt á hver mynd að tákna? Svörin eru neðar á síðunni.

Ketill ...? 

Ausur ...?

Skór. Ætli þeir séu þurrir?

Vöndur ...?

Járn?

Gamlir önglar ...?

Strokkur, tunna ....?

Ertu með þetta?

Málshættirnir í réttri röð:

  • Litlir katlar hafa og eyru
    • Hægt er að gera gagn þótt lítill sé
  • Eigi er sopið kálið þó að í ausuna sé komið
    • Það þarf að hafa fyrir hlutunum
  • Þörf er að bleyta þurra skó
    • Farðu að vinna!
  • Vöndurinn gjörir gott barn
    • Í gamla daga voru börn stundum hýdd með vendi, svo þau yrðu hlýðin.
  • Hamra skal járnið meðan heitt er
    • Best að nota tækifærin þegar þau gefast
  • Flest er betri beita en berir önglar
    • Miklu betra að hafa orm á önglinum
  • Bylur hæst í tómri tunnu
    • Sá sem lítið hefur að segja talar þó oft hæst!
PDF Icon

PDF Icon

Fylgstu með

Skráðu þig á póstlista Þjóðminjasafnsins.

Þegar þú skráir þig á póstlista Þjóðminjasafnsins færðu boð á sýningaropnanir, fréttir af viðburðum og sýningum og tilboð í Safnbúð.

Takk!  Staðfestu skráninguna með því að smella á linkinn sem við vorum að senda þér.
Eitthvað fór úrskeiðis. Reyndu aftur.