Fræðsluefni
Lífið í þjóðveldisbænum, litabók

Tímabilið 930 - 1262 er kallað þjóðveldisöld, þá réðu Íslendingar sjálfir yfir Íslandi. Litabókin á síðunni heitir Lífið í þjóðveldisbænum og sýnir fólk í daglegu amstri á heimilinu.

Stöng í Þjórsárdal hefur verið mikið stórbýli. Bærinn grófst í eldgosi árið 1104. Eflaust hefur verið margt um manninn í bænum og mikið um að vera. Myndirnar sýna fólkið á bænum eins og við gætum ímyndað okkur það.



Prentaðu út myndirnar
- Þú getur halað niður litabókinni (pdf) og prentað út
- Þegar þú smellir á myndina opnast myndaalbúm og þú getur skoðað allar myndirnar

Lífið í þjóðveldisbænum, litabók
