Tímabilið 930 - 1262 er kallað þjóðveldisöld, þá réðu Íslendingar sjálfir yfir Íslandi. Litabókin á síðunni heitir Lífið í þjóðveldisbænum og sýnir fólk í daglegu amstri á heimilinu.

Stöng í Þjórsárdal hefur verið mikið stórbýli. Bærinn grófst í eldgosi árið 1104. Eflaust hefur verið margt um manninn í bænum og mikið um að vera. Myndirnar sýna fólkið á bænum eins og við gætum ímyndað okkur það.

Á kamrinum. Í fornritum sést að á fyrstu öldum Íslandsbyggðar hafa víða verið kamrar á stórbýlum sem rúmuðu marga í einu.

Skál í kornöli! Orðið korn merkir bygg í fornum heimildum, en það var ræktað hér framan af öldum. Bygg var þurrkað, þreskt og malað og gerðar úr því ósýrðar flatkökur, grautur, eða það var notað til að brugga kornöl, mungát, sem var veisludrykkur á þeim tíma sem Stöng var í byggð.

Langeldar voru í fornum skálum fram á 12. öld. Þar er talið að matur hafi verið soðinn í stórum kötlum sem slegnir voru úr járnþynnum. Þeir héngu í hókrókum yfir eldunum en klébergsgrýtur voru hafðar til minniháttar matreiðslu.

PDF Icon

PDF Icon

Prentaðu út myndirnar

  • Þú getur halað niður litabókinni (pdf) og prentað út
  • Þegar þú smellir á myndina opnast myndaalbúm og þú getur skoðað allar myndirnar

Stay tuned

Subscribe to our newsletter

Subscribe to the Museum's newsletter and receive invitations to exhibition openings, news about events and lectures, and special offers in the Museum Shop.

Thanks! Check your inbox and click the link to confirm your subscription.
Something went wrong. Please try again.