Fræðsluefni
Fortíð í nýju ljósi: Heimildarmynd um Þjóðminjasafnið

Árið 2004 var safnhús Þjóðminjasafns Íslands við Suðurgötu opnað á ný eftir endurbætur. Um leið var grunnsýningin Þjóð verður til - menning og samfélag í 1200 ár opnuð. Að því tilefni var gerður sjónvarpsþátturinn Fortíð í nýju ljósi. Þann 24. febrúar árið 2013 voru liðin 150 ár frá stofnun Þjóðminjasafnsins, sem þá hét Forngripasafn Íslands. Að því tilefni var gerð heimildarmynd þar sem skyggnst var á bak við tjöldin í fjölbreyttri starfsemi safnsins.
