Fræðsluefni
Árabáturinn Ingjaldur í hús

Ingjaldur inn
Safnkennarar Þjóðminjasafnis eru stundum spurðir að því hvernig í ósköpunum árabáturinn hafi komist inn í sýningarsalinn. Í þessu myndbandi má sjá svarið við því. Ljósmyndirnar voru teknar þann 13. apríl árið 2004 en þá urðu þau tímamót í undirbúningi grunnsýningarinnar í Þjóðminjasafni Íslands að fyrsta sýningargripnum, - árabátnum Ingjaldi, var komið fyrir í nýju sýningarrými.