Bláklædda konan

Ný rannsókn á fornu kumli
Bókin Bláklædda konan- birtir nýja rannsókn á fornu kumli og var gefin út í tengslum við samnefnda sýningu í Þjóðminjasafninu 2016.
Bókin Bláklædda konan er gefin út í tengslum við samnefnda sýningu sem stendur yfir í Horninu á 2. hæð Þjóðminjasafnsins.
Í henni eru greinar eftir Söndru Sif Einarsdóttur, Michèle Hayeur Smith, Joe W. Walser III og Julia Tubman um rannsókn á kumli landnámskonu sem fannst árið 1938 í gröf á Austurlandi. Framfarir í vísindum og rannsóknaraðferðum gera okkur nú kleift að vita meira um konuna en þegar hún fannst svo sem um heilsufar, aldur og uppruna hennar.
Inngang að bókinni ritar Steinunn Kristjánsdóttir prófessor í fornleifafræði við Háskóla Íslands og Þjóðminjasafnið en Margrét Hallgrímsdóttir þjóðminjavörður ritar formála.