Salarleiga

A photograph of a museum interior. A white sign with gold lettering hangs above the entrance to the museum shop. The sign reads "SAFNBÚÐ MUSEUM SHOP" in Icelandic. To the right of the shop entrance is a sign that reads "FYRIRLESTRASALUR LECTURE HALL" in Icelandic. To the right of the lecture hall entrance is a sign that reads "KOFFIHÚS CAFE" in Icelandic. Beyond the signs, the cafe is visible with tables and chairs

Í Þjóðminjasafninu á Suðurgötu eru tveir fallegir salir sem henta við ýmis tækifæri, svo sem fyrir ráðstefnur, móttökur, fundi og fleira. Fyrirlestrarsalur tekur 56 gesti í sæti og Myndasalur rúmar allt að 150 gesti og er tilvalinn fyrir móttökur.

A photograph of a lecture hall. The hall has a large, white screen at the front, a podium, and rows of green chairs arranged in a semi-circular pattern. The chairs are wooden with green upholstery. The room has a high ceiling with recessed lighting.

Fyrirlestrarsalur

Góður salur í fallegu umhverfi sem tekur 56 manns í sæti og hægt er að bæta við aukastólum.
Í salnum er tölva, skjávarpi, tússtafla og myndvarpi. Hægt er að taka fyrirlestra upp (hljóð og mynd). Fyrirlesarar koma með efni sitt á minniskubbi (pc-umhverfi).
Starfsfólk veitir alla minni háttar aðstoð, en sé viðveru tæknimanns óskað þarf að panta það sérstaklega. Ef bjóða á upp á veitingar í tengslum við viðburð eru þær bornar fram í veitingasal, myndasal eða anddyri.

Myndasalur

Fallegur opinn salur á jarðhæð safnsins. Tilvalinn fyrir móttökur og rúmar allt að 150 manns, standandi.

Hægt er að bera fram léttar veitingar og vera með tónlistarflutning.
Í Myndasal er alla jafna sýnd samtímalist og viðburðurinn fær því einstakt yfirbragð.

Merkingar fyrirtækja eða stofnana (flögg eða sambærilegt) eru leyfilegar í anddyri safnsins í samráði við starfsfólk.

A photograph of a modern art gallery. The gallery has white walls and a concrete floor. There are several black and white photographs hanging on the walls, and a black grand piano is positioned in the center of the room. The piano has a bench and is open.
Leiga á sal

Viltu bóka sal?

Sendu okkur línu ef þú vilt bóka salinn eða vilt spyrjast fyrir. Vinsamlega tilgreindu dagsetningu og tíma dags sem þú óskar eftir að leigja sal.

Bóka sal

Fyrirlestrarsalur, virkur dagur (1-4 klst.)

78.000 kr.

Fyrirlestrarsalur,  virkur dagur (4+ klst.)

108.000 kr.

Fyrirlestrarsalur, um helgi (1-4 klst.)

90.000 kr.

Fyrirlestrarsalur, um helgi (4+ klst.)

126.000 kr.

Upptaka af fyrirlestri

24.000 kr.

Fyrirlestrarsalur, ef komast þarf í sal fyrir kl. 10

24.000 kr.

Móttaka í Myndasal

230.000 kr.

Fylgstu með

Skráðu þig á póstlista Þjóðminjasafnsins.

Þegar þú skráir þig á póstlista Þjóðminjasafnsins færðu boð á sýningaropnanir, fréttir af viðburðum og sýningum og tilboð í Safnbúð.

Takk!  Staðfestu skráninguna með því að smella á linkinn sem við vorum að senda þér.
Eitthvað fór úrskeiðis. Reyndu aftur.