Hvenær
Alltaf er hægt að skoða kirkjuna að utan
Hvar
Eyjafirði

Saurbæjarkirkja er ein fárra torfkirkna sem varðveist hafa og sú stærsta. Hún var reist árið 1858 af timburmeistaranum Ólafi Briem (1808-59), sem lærði trésmíð i í Kaupmannahöfn á árunum 1825-1831. Ólafur var mikilvirkur forsmiður í Eyjafirði um sína daga og er hann einnig höfundur Hólakirkju í Eyjafirði og Gilsstofu sem nú stendur við Glaumbæ í Skagafirði.

Í dyraumbúnaði Saurbæjarkirkju gætir áhrifa úr klassískum byggingarstíl sem Ólafur timburmeistari hefur kynnst í Danmörku.

Kirkjan er enn notuð sem sóknarkirkja.

Byggingarlýsingu Guðmundar L. Hafsteinssonar má nálgast hér:

PDF Icon

Klukkur hanga í gálgum á vesturstafni. Grind kirkjunnar er af bindingsverki sem timburþil erfest innan á. Þilið sjálft er standþil með fornlegri ásýnd, þar sem þilborð eru grópuð inn í önnur, mjórri og þykkari, en á þessum tíma voru spjaldaþil orðin algeng í kirkjum. Þau eru hins vegar gerð úr láréttum syllum og lóðréttumstöfum, er mynda reiti, sem spjöld eru felld í. Lágt þil með pílárum skilur kórfrá framkirkju. Bekkur er meðfram veggjum í kór og bekkir með einföldum bríkum eru í allri framkirkjunni. Saurbæjarkirkja hefur verið í vörslu Þjóðminjasafnsins frá árinu 1962 en skömmu áður fóru fram miklar viðgerðir að forsögn þjóðminjavarðar. Gestir eru velkomnir á eigin ábyrgð. Vinsamlegast gangið vel um.

Fylgstu með

Skráðu þig á póstlista Þjóðminjasafnsins.

Þegar þú skráir þig á póstlista Þjóðminjasafnsins færðu boð á sýningaropnanir, fréttir af viðburðum og sýningum og tilboð í Safnbúð.

Takk!  Staðfestu skráninguna með því að smella á linkinn sem við vorum að senda þér.
Eitthvað fór úrskeiðis. Reyndu aftur.