Húsasafn
Saurbæjarkirkja í Eyjafirði
Saurbæjarkirkja er ein fárra torfkirkna sem varðveist hafa og sú stærsta. Hún var reist árið 1858 af timburmeistaranum Ólafi Briem (1808-59), sem lærði trésmíð i í Kaupmannahöfn á árunum 1825-1831. Ólafur var mikilvirkur forsmiður í Eyjafirði um sína daga og er hann einnig höfundur Hólakirkju í Eyjafirði og Gilsstofu sem nú stendur við Glaumbæ í Skagafirði.
Klukkur hanga í gálgum á vesturstafni. Grind kirkjunnar er af bindingsverki sem timburþil erfest innan á. Þilið sjálft er standþil með fornlegri ásýnd, þar sem þilborð eru grópuð inn í önnur, mjórri og þykkari, en á þessum tíma voru spjaldaþil orðin algeng í kirkjum. Þau eru hins vegar gerð úr láréttum syllum og lóðréttumstöfum, er mynda reiti, sem spjöld eru felld í. Lágt þil með pílárum skilur kórfrá framkirkju. Bekkur er meðfram veggjum í kór og bekkir með einföldum bríkum eru í allri framkirkjunni. Saurbæjarkirkja hefur verið í vörslu Þjóðminjasafnsins frá árinu 1962 en skömmu áður fóru fram miklar viðgerðir að forsögn þjóðminjavarðar. Gestir eru velkomnir á eigin ábyrgð. Vinsamlegast gangið vel um.