Hvenær
15. júní - 15. ágúst: Opið alla daga (nema mán) 11-17
Hvar
Langanesi

Talið er að kirkja hafi staðið á Sauðanesi allt frá 12. öld. Prestsbústaðurinn að Sauðanesi (Sauðaneshús) var byggður 1879 og Sauðaneskirkja 1889. Gamla prestshúsið er elsta steinhús í Þingeyjarsýslum og er gert úr steini er fluttur var langt að og tilhhogginn á staðnum.

Á vef Menningarmiðstöðvar Þingeyinga er að finna nánari upplýsingar um heimsóknir.

Sr. Vigfús Sigurðsson (1811-1889) kom til Sauðaness 1869 og hafði áður þjónað á Svalbarði í Þistilfirði. Hann lét reisa fyrir sig íbúðarhús úrtilhoggnum steini á árunum 1879-81, eitt örfárra steinhlaðinna húsa á landinu, og önnuðust verkið þeir bræður Björgólfur snikkari og Sveinn múrsmiður Brynjólfssynir, sem þá voru búsettir á Sauðanesi. Gríðarstór tekkbolur, sem rak á Langanesfjörur, var notaður í útidyraumbúnað og hurðir. Eftir að sr. Vigfús lést tók sr. Arnljótur Ólafsson (1823-1904) við Sauðanesi og gegndi brauðinu til dauðadags. Hann var landskunnur fyrir stjórnmálaafskipti og ritstörf. Síðast var búið í gamla íbúðarhúsinu árið 1955 og var þá tekið í notkun nýtt prestssetur, skammt frá því gamla.

Sauðanes var áður í miðju byggðar á Langanesi, en fólksflutningar hafa verið miklir á síðustu öld. Sauðanes hefur verið annálað og eftirsótt prestssetur frá alda öðli með miklum landkostum, m.a. æðarvarpi, reka, silungs- og selveiði. Á vef Menningarmiðstöðvar Þingeyinga er að finna upplýsingar um heimsóknir og aðgangseyri. Byggingarlýsingu Guðmundar L. Hafsteinssonar er að finna hér á síðunni.

PDF Icon

Fylgstu með

Skráðu þig á póstlista Þjóðminjasafnsins.

Þegar þú skráir þig á póstlista Þjóðminjasafnsins færðu boð á sýningaropnanir, fréttir af viðburðum og sýningum og tilboð í Safnbúð.

Takk!  Staðfestu skráninguna með því að smella á linkinn sem við vorum að senda þér.
Eitthvað fór úrskeiðis. Reyndu aftur.