Hvenær
Opið alla daga frá kl. 8 - 18
Hvar
Álftaveri

Á Þykkvabæjarklaustri í Álftaveri var munkaklaustur í kaþólskum sið, stofnað 1168. Þar er nú bær og kirkjustaður. Nokkru sunnan við bæjarhúsin eru tvö sambyggð sauðahús. Vestara húsið var byggt skömmu fyrir aldamótin 1900 en það eystra nokkru síðar. Við enda húsanna var áður hlaða og opið úr henni inn í bæði sauðahúsin.

Húsagerð Íslendinga til forna bar svip af því efni sem tiltækt vará hverjum stað á hverjum tíma. Í Álftaveri og Meðallandi vex mikið af melgresi,og er vestara sauðahúsið í Álftaveri dæmi um nýtingu þess. Þar er melur notaðurá svipaðan hátt og hrís í árefti annarra þekktra torfhúsa.

Melur var gjarnan lagður í þremur lögum á húsþök. Neðsta lagið var lagt upp og ofan eftir þekjunni og melknippin látin skarast. Næsta lag var lagt þvert ofan á og það efsta lá eins og það neðsta. Efst var torfþekja. Grind eldra hússins hefur einnig þá sérstöðu að þaksperrur hvíla á steinum sem ganga út úr grjótveggjunum í sylluhæð.

PDF Icon

Skammt frá sauðahúsunum er rúst fornbýlisins Kúabótar, og þegar unnið var að uppgrefti þar árið 1972, varð mönnum ljóst að notkun mels í húsþök væri staðbundin og nauðsynlegt að varðveita dæmi um hús slíkrar gerðar. Húsin hafa verið í umsjá Þjóðminjasafns síðan 1974 og ráðist var í endurbyggingu þeirra árið. Aðgengi að sauðahúsunum er nokkuð erfitt en gestir eru velkomnir á eigin ábyrgð. Vinsamlegast gangið vel um.

Fylgstu með

Skráðu þig á póstlista Þjóðminjasafnsins.

Þegar þú skráir þig á póstlista Þjóðminjasafnsins færðu boð á sýningaropnanir, fréttir af viðburðum og sýningum og tilboð í Safnbúð.

Takk!  Staðfestu skráninguna með því að smella á linkinn sem við vorum að senda þér.
Eitthvað fór úrskeiðis. Reyndu aftur.