Nýibær á Hólum í Hjaltadal

Nýibær var reistur árið 1860 og er dæmi um miðlungsstóran torfbæ af norðlenskri gerð. Sú gerð torfbæja kom fram á 19. öld og einkennist af því að burstir snúa fram á hlað en bakhús liggja hornrétt á bæjargöng.
Eftir að biskupsstóll var lagður niður á Hólum árið 1801 varstaðurinn áfram prestssetur en í einkaeign. Árið 1824 festi Benedikt Vigfússonkaup á staðnum sem þá var í mikilli niðurníðslu. Benedikt var menningar- ogframfarasinnaður efnamaður og átti eftir að reisa staðinn við og setja svipsinn á hann. Benedikt var vígður til prestsþjónustu á Hólum árið 1828 og varðsíðan prófastur árið 1835. Skammt frá hinni gömlu bæjarhúsaþyrpingu á Hólum létBenedikt reisa fyrir sig Nýjabæ árið 1860 og eftirlét þá syni sínum gamlaHólabæinn. Vel var vandað til smíði Nýjabæjar þó svo í hann hafi verið notaðir viðir úr eldri bæ.
Árið 1934 voru uppi hugmyndir um að hafa í bænum landbúnaðarsafn í tengslum við Bændaskólann á Hólum en þau áform urðu ekki að veruleika.
Nýibær hefur verið í umsjá Þjóðminjasafns Íslands frá árinu 1956 er hann var tekinn á fornleifaskrá. Allmiklar viðgerðir á vegum safnsins hafa farið fram á honum síðan. Gestir eru velkomnir á eigin ábyrgð. Vinsamlegast gangið vel um. Byggingarlýsingu Guðmundar L. Hafsteinssonar má nálgast hér:
