Hvenær
Opið alla daga frá kl. 10 - 18
Hvar
Skötufirði, Ísafjarðardjúpi

Litlibær var reistur árið 1895 af tveimur fjölskyldum, sem bjuggu upphaflega sín í hvorum hluta hússins og var húsinu skipt í miðju með þvervegg. Húsið er úr timbri með steinhlöðnum veggjum upp að langhliðum og grasi á þökum.

Túnið er afmarkað af steinhlöðnum garði og mælist það um 3 hektarar.Einstaklega vel hefur verið vandað til allra steinhleðslna.

Um tíma bjuggu liðlega 20 manneskjur í Litlabæ og hefur þá verið þröngt áþingi því grunnflötur hússins er aðeins 3,9 m x 7,4 m (utanmál). Portbyggt lofter yfir jarðhæð og tvö útieldhús voru skammt frá íbúðarhúsinu. Frá árinu 1917bjó aðeins ein fjölskylda á jörðinni. Ábúendur Litlabæjar hafa lifað afsjávarnytjum ekki síður en landbúnaði. Búið var í Litlabæ fram til 1969.

Byggingarlýsingu Guðmundar L. Hafsteinssonar má nálgast hér:

PDF Icon

Tóttir eru margar á jörðinni og skammt í suður frá steinhlöðnum vegg, sem liggur umhverfis túnið, er hringmynduð fjárborg og er hún talin mun eldri en aðrar hleðslur við Litlabæ. Litlibær hefur verið í vörslu Þjóðminjasafnsins frá árinu 1999. Ráðist var strax í viðamiklar viðgerðir á íbúðarhúsinu, en þær hafa legið niðri um sinn. Áformað er að Byggðasafnið Vestfjarða á Ísafirði setji upp sýningu í Litlabæ um búskaparhætti frá fyrri hluta 20. aldar, þegar viðgerðum er lokið. Í júní 2013 var undirritaður samningur um framtíðarvarðveislu Litlabæjar í Skötufirði og minjanna á svæðinu sem nú eru formlega í eigu Þjóðminjasafns Íslands. Á síðunni litlibaer.is er ýmiss fróðleikur um Litlabæ og ábúendur, auk mynda.

Fylgstu með

Skráðu þig á póstlista Þjóðminjasafnsins.

Þegar þú skráir þig á póstlista Þjóðminjasafnsins færðu boð á sýningaropnanir, fréttir af viðburðum og sýningum og tilboð í Safnbúð.

Takk!  Staðfestu skráninguna með því að smella á linkinn sem við vorum að senda þér.
Eitthvað fór úrskeiðis. Reyndu aftur.