Húsið og Assistentahúsið

Litlu austan við Eyrarbakkakirkju stendur svartbikað timburhús, sem nefnist einfaldlaga Húsið, reist árið 1765. Áfast Húsinu með tengibyggingu er málað timburhús, Assistentahúsið, reist rúmri öld síðar eða árið 1881.
Á heimasíðu Byggðasafns Árnesinga er að finna nánari upplýsingar um heimsóknir.
Frá árinu 1602 var Eyrarbakki ein af höfnum einokunnarverslunarinnar og varð verslunin þar mjög umsvifamikil á síðari hluta 19. aldar og fram á þátuttugustu.
Áður en Húsið var reist höfði danskir kaupmenn aðeins dvalið stuttan tíma álandinu yfir sumartímann, en upp úr miðri átjándu öld fékk verslunarfélagiðleyfi til þess að reisa íbúðarhús við verslunarhafnirnar svo að kaupmennirnirgætu dvalið þar árið um kring. Húsið var upphaflega heimili verslunarstjóra ogannars starfsfólks Eyrarbakkaverslunarinnar.
Byggðasafn Árnesinga hefur verið í húsunum frá 1995. Á heimasíðu þess er að finna nánari upplýsingar um heimsóknir.


Í Assistentahúsinu var aðsetur verslunarþjóna Lefolii-verslunarinnar. Assistentahúsið er timburhús af bindingsverki. Áður stóð þar önnur bygging, er gegndi svipuðu hlutverki. Húsin tvö hafa verið í vörslu Þjóðminjasafnsins frá 1992 og var þá ráðist í mjög umfangsmiklar viðgerðir á þeim. Flestir íbúar Hússins fram tilársins 1919 voru danskir. Húsið er svokallað bolhús, og var það flutt tilsniðiðtil landsins. Veggir eru gerðir úr þykkum, nótuðum trjástokkum sem klæddir eruað utan með súð. Skorsteinn og eldstæði voru hlaðin úr steini.