Hjallur í Vatnsfirði

Vatnsfjörður í Norður-Ísafjarðarsýslu er fornt og sögufrægt höfuðból við samnefndan fjörð innarlega við Ísafjarðardjúp. Þar var höfðingjasetur fram á sextándu öld og síðan prestssetur. Meðal frægra klerka, sem þar bjuggu var Hjalti Þorsteinsson (1665-1745), fjölhæfur listamaður, en þó einna þekktastur fyrir oddhagleik og málaralist. Eru mörg verka hans varðveitt á Þjóðminjasafni Íslands.
Hjallurinn er talinn hafa verið reistur um 1880. Hann er með stærstu ogveglegustu húsum sinnar tegundar á landinu enda er mikið af prýðileguhleðslugrjóti á stórum svæðum á Vestfjörðum. Þar var áður fyrr víða eingöngunotað grjót í veggi torfhúsa.
Byggingarlýsingu Guðmundar L. Hafsteinssonar má nálgast hér:

Hliðveggir eru grjóthlaðnir og mjög háir, en gaflar úr timbri, rimlar að neðan og þil að ofan. Torf er á þaki og ofan á hliðarveggjum. Í hjöllum sem þessum voru geymd veiðafæri, þar var hertur fiskur og annað fiskmeti geymt. Þjóðminjavörður beitti sér fyrir því að hjallurinn yrði tekinn á fornleifaskrá vorið 1976. Gert var rækilega við hann sama ár, og hefur hann síðan verið í vörslu og umsjón Þjóðminjasafnsins. Gestir eru velkomnir á eigin ábyrgð. Vinsamlegast gangið vel um.