Grenjaðarstaður í Aðaldal

Á Grenjaðarstað stendur einn stærsti torfbær landsins. Af honum er mikil prýði og vert er að leggja leið sína á Grenjastað þegar ferðast eru um norðurland.
Á heimasíðu Menningarmiðstöðvar Þingeyinga eru nánari upplýsingar um aðgangseyri og opnunartíma.
Í hópi hinna stóru norðlensku torfbæja er gamla prestssetrið á Grenjaðarstað. Staðurinn var meðal tekjuhæstu kirkjustaða landsins. Í núverandimynd sinni var bærinn að mestu reistur á síðari hluta 19. aldar og í veggjumhans er aðallega hraungrýti úr nágrenninu sem gefur honum sérstöðu meðal torfbæja.
Byggingarlýsingu Guðmundar L. Hafsteinssonar má nálgast hér:


Hugsanlegt er að kunnur forsmiður á sinni tíð, Árni Hallgrímsson fráGarðsá, sé höfundur frambæjarhúsanna en minna er vitað um bakhúsin. Í nyrstabæjarhúsinu var starfrækt pósthús á síðari hluta 19. aldar og fram yfiraldamótin 1900. Bærinn þótti reisulegastur allra bæja í héraðinu og allt aðþrír tugir manna voru þar í heimili. Búið var í gamla bænum fram til 1949.
Bærinn hefur verið í vörslu Þjóðminjasafnsins frá 1954 og skömmu síðar var hafin á honum umfangsmikil viðgerð, þar sem reynt var að færa hann í upprunalegt horf. Þeirri viðgerð lauk 1958, en síðan hefur alloft verið gert við bæinn, enda torfbæir gerðir úr forgengilegum efnum og þeir láta fljótt á sjá þegar ekki er lengur búið í þeim. Hluti af Byggðasafni Þingeyinga hefur verið í bænum frá árinu 1958.
