Hvenær
Kirkjan er ekki opin almenningi
Hvar
Höfðaströnd

Grafarkirkju má telja til elstu húsa sem enn standa á Íslandi. Gísli Þorláksson Hólabiskup (1657-1684) mun hafa látið reisa Grafarkirkju eða a.m.k. gera á henni endurbætur á síðasta fjórðungi 17. aldar en jörðin var þá í hans eigu. Ekkja hans, Ragnheiður Jónsdóttir (d. 1715) gerði staðinn að miklu miklu menningarsetri í sinni tíð. almenningi.

Gröf er innsti bær á Höfðaströnd í Skagafirði, skammt sunnan Hofsóss. Þar var um skeið mikið menningarsetur. Kirkjan er að líkindum skreytt og e.t.v. einnig smíðuð af Guðmundi Guðmundssyni sem oft er kenndur við Bjarnastaðarhlíð. Hann smíðaði einnig hluta af Brynjólfskirkju í Skálholti og hjó út skírnarfontinn í Hóladómkirkju. Honum er ennfremur eignaður fjöldi fagurra smíðisgripa.Að byggingarlagi er Grafarkirkja fornfálegust þeirra íslensku torfkirkna sem varðveist hafa og timburgrind hennar hefur sérstöðu meðal torfkirkna. Grindin er með stafverki og kirkjan er í raun eina varðveitta stafkirkja landsins. Hún var aflögð þegar á seinni hluta 18. aldar og hafði verið notuð sem skemma um langa hríð þegar Matthías Þórðarson þjóðminjavörður tók að beita sér fyrir varðveislu hennar árið 1939.

PDF Icon

Vegna fjárskorts hófust viðgerðir ekki fyrr en undir 1950 og voru þá svo viðamiklar að öllum gömlu viðunum var skipt út en nýir voru sniðnir nákvæmlega eftir þeim gömlu. Form kirkjunnar er því eftir sem áður fornt og upphaflegar vindskeiðar eru geymdar á Þjóðminjasafninu.Kirkjan er sú eina á landinu sem er í hringlaga kirkjugarði. Garðurinn var endurhlaðinn um 1950 út frá sýnilegum veggleifum. Klukknaportið í garðinum er nýsmíði frá sömu viðgerð og er í stíl við kirkjuna.‍

Fylgstu með

Skráðu þig á póstlista Þjóðminjasafnsins.

Þegar þú skráir þig á póstlista Þjóðminjasafnsins færðu boð á sýningaropnanir, fréttir af viðburðum og sýningum og tilboð í Safnbúð.

Takk!  Staðfestu skráninguna með því að smella á linkinn sem við vorum að senda þér.
Eitthvað fór úrskeiðis. Reyndu aftur.