Hvenær
Opið alla daga frá kl. 8 - 18
Hvar
Skagafirði

Á Reynistað í Skagafirði er bæjardyrahús sem er það eina sem varðveist hefur af bæ þeim sem staðarhaldarinn Þóra Björnsdóttir lét reisa eftir mikinn bruna sem þar varð árið 1758. Í bæjardyrunum getur að líta eitt af fáum dæmum um timburgrind frá 18. öld.

Þóra var ekkja Halldórs Brynjólfssonar Hólabiskups og hélt hún Reynistaðarklaustursumboði að manni sínum látnum 1753 og til dauðadags 1767.

Bæjardyraportið er með stafverksgrind af þeirri gerð sem víðatíðkaðist hér á landi á 18. öld þegar áhrifa bindingsverks var tekið að gæta.Öll smíði ber þess vitni að vel hafi verið til hússins vandað í sinni tíð ogeru margir viðanna prýddir strikum.

PDF Icon

Gömlu bæjarhúsin á Reynistað voru tekin niður skömmu eftir 1935 en þessu húsi var leyft að standa áfram. Um 1960 var það flutt til og byggð utan um það steinsteypt skemma. Í henni var dyraportið fram til 1999 en þá voru viðirnir teknir niður og lagfærðir. Bæjardyraportið var síðan reist skammt frá upphaflegum stað og að því hlaðnir torfveggir og torf sett á þakið. Húsið hefur verið í vörslu Þjóðminjasafns Íslands frá árinu 1999. Gestir eru velkomnir á eigin ábyrgð. Vinsamlegast gangið vel um.

Fylgstu með

Skráðu þig á póstlista Þjóðminjasafnsins.

Þegar þú skráir þig á póstlista Þjóðminjasafnsins færðu boð á sýningaropnanir, fréttir af viðburðum og sýningum og tilboð í Safnbúð.

Takk!  Staðfestu skráninguna með því að smella á linkinn sem við vorum að senda þér.
Eitthvað fór úrskeiðis. Reyndu aftur.