Í dag er hægt að kaupa í matinn á netinu og fá vörurnar sendar heim að dyrum. En það er ekki algjör nýjung því í gamla daga var mjólkin flutt heim að dyrum með mjólkurpóstinum!

Í þjóðháttasafni Þjóðminjasafnsins eru frásagnir af ungum drengjum sem voru sendir í sveit á sumrin og störfuðu þar meðal annars sem mjólkurpóstar.

Einn segir frá því þegar hann var mjólkurpóstur og byrjaði hvern morgun á því að mjólka kýrnar, fylla glerflöskur með mjólk, setja flöskurnar í ullarsokka og koma þeim fyrir á klifbera á hesti. Síðan flutti hann mjólkina fótgangandi með hestinn í taumi til Þingeyrar sem var um 5 kílómetra leið. Þegar komið var í þorpið setti hann flöskurnar við útidyr viðskiptavina. Fyrir utan húsin stóðu tómar flöskur sem strákurinn tók til baka. Stundum fékk hann hressingu hjá húsmæðrunum t.d. mjólk og kleinur. Hann minnist þessara daga sem indælla tíma þótt sumir þeirra hafi eflaust verið bæði erfiðir og langir.

Annar segir frá því að hafa farið í sveit 9 ára gamall og fengið starf mjólkurpósts. Hann flutti mjólkina til Ísafjarðar og skilaði henni þar til viðskiptavina. Heimilin fengu mjólkina í glerflöskum en á sjúkrahúsið og elliheimilið var farið mjólkina í 20 lítra brúsum. Mjólkurferðin tók vanalega um 4-5 klukkustundir og gat verið erfið fyrir 9 ára gamlan dreng.

Gler, brúsar, hyrnur og fernur

Mjólkurumbúðir hafa breyst mikið í gegnum tíðina. Margir muna eflaust eftir mjólkurhyrnunum sem teknar voru í notkun upp úr miðri 20. öld. Af þeim tóku við hinar klassísku mjólkurfernur sem þó hafa breyst og þróast á síðustu árum.

Mjókurpósturinn. Mjólkurbrúsar úr áli og blikki.
Mjólkurbrúsar úr áli og blikki

Mjólkurpósturinn: Mjólkurflöksur og burðargrind fyrir fjórar flöskur.
Burðargrind fyrir fjórar flöskur. Mjólkurflöskurnar erumerktar mjólkursamsölunni. Flöskunum var raðað í grindina, stórsniðugt.

Mjólkurhyrnur fyrir 1 lítra af mjólk og einn pott af rjóma.
Mjólkurhyrnur frá Mjólkursamsölunni. Mjólkurhyrnur komu á markaðinn um miðja 20. öld og voru í notkun þar til fernurnar tóku við.

Mjólkurfernur með þjóðlegur fróðleik frá Þjóðminjsafninu.
Í tilefni 50 ára afmælis lýðveldis á Íslandi var efnt til samkeppni auglýsingastofa um útlit mjólkurferna. Þjóðminjasafni bauðst að kynna 24 valda muni og minjastaði á umbúðum sumarið 1994. Gunnar Karlsson hjá Hvíta húsinu teiknaði myndirnar. Eintak allra fernanna er varðveitt í Þjóðminjasafninu.

Tvær gerðir af mjólkurfernum frá Mjólkursamsölu Reykjavíkur.

Mjólkurfernur frá Örnu. Þessar þekkja allir.

Mjólkurfernur frá MS. Þessar þekkja allir.
PDF Icon

PDF Icon

Fylgstu með

Skráðu þig á póstlista Þjóðminjasafnsins.

Þegar þú skráir þig á póstlista Þjóðminjasafnsins færðu boð á sýningaropnanir, fréttir af viðburðum og sýningum og tilboð í Safnbúð.

Takk!  Staðfestu skráninguna með því að smella á linkinn sem við vorum að senda þér.
Eitthvað fór úrskeiðis. Reyndu aftur.