Er heimsókn í Þjóðminjasafnið fram undan? Þjóðminjasafnið á sér margar hliðar sem ekki eru augljósar hinum almenna gesti. Hvað gerist á bak við tjöldin? Hvað gerir fólkið sem vinnur í safninu? Hvernig eiga sýningargestir að haga sér? Í gegnum myndböndin má komast á snoðir um eitt og annað um þetta höfuðsafn menningarminja. Myndböndin eru ætluð nemendum á öllum aldri. Þau nýtast bæði þeim sem áforma að heimsækja safnið en einnig þeim sem einfaldlega vilja kynnast safninu betur.

Kennsluskrá:
PDF Icon

Gúi heimsækir Þjóðminjasafnið

Gúi er áhugasamur um söfn og hér leiðir hann okkur vítt og breytt um leyndardóma Þjóðminjasafnsins. Sýningahúsið sjálft stendur við Suðurgötu í Reykjavík en við sáum líka svipmyndir frá nokkrum húsum sem Þjóðminjasafnið varðveitir á landsbyggðinni, stoppum á Keldum og kíkjum inn í bæinn og kirkjuna þar. Varðveislu- og rannsóknamiðstöð safnsins hýsir margs konar muni og mannabeinasafn og Ljósmyndasafn Íslands varðveitir ekki bara ljósmyndir heldur líka höggmyndir og málverk o.fl.

Gúi lærir hvernig best er að haga sér í sýningarsölum

PDF Icon

Freyja sýnir Gúa geymslur í rannsóknamiðstöðinni

PDF Icon

PDF Icon

PDF Icon

PDF Icon
Fylgstu með

Skráðu þig á póstlista Þjóðminjasafnsins.

Þegar þú skráir þig á póstlista Þjóðminjasafnsins færðu boð á sýningaropnanir, fréttir af viðburðum og sýningum og tilboð í Safnbúð.

Takk!  Staðfestu skráninguna með því að smella á linkinn sem við vorum að senda þér.
Eitthvað fór úrskeiðis. Reyndu aftur.