Hvað er Þjóðminjasafn Íslands?

Hvað gerist á bak við tjöldin í Þjóðminjasafninu? Hvað gerir fólkið sem vinnur þar? Hvernig eiga sýningargestir að haga sér? Myndböndin segja eitt og annað um þetta höfuðsafn menningarminja. Myndböndin eru ætluð nemendum á öllum aldri.
Gúi heimsækir Þjóðminjasafnið

Gúi er áhugasamur um söfn og hér leiðir hann okkur vítt og breytt um leyndardóma Þjóðminjasafnsins. Sýningahúsið sjálft stendur við Suðurgötu í Reykjavík en við sáum líka svipmyndir frá nokkrum húsum sem Þjóðminjasafnið varðveitir á landsbyggðinni, stoppum á Keldum og kíkjum inn í bæinn og kirkjuna þar. Varðveislu- og rannsóknamiðstöð safnsins hýsir margs konar muni og mannabeinasafn og Ljósmyndasafn Íslands varðveitir ekki bara ljósmyndir heldur líka höggmyndir og málverk o.fl.
Fortíð í nýju ljósi
Árið 2004 var safnhús Þjóðminjasafns Íslands við Suðurgötu opnað á ný eftir endurbætur. Um leið var grunnsýningin Þjóð verður til - menning og samfélag í 1200 ár opnuð. Að því tilefni var gerður sjónvarpsþátturinn Fortíð í nýju ljósi. Þann 24. febrúar árið 2013 voru liðin 150 ár frá stofnun Þjóðminjasafnsins, sem þá hét Forngripasafn Íslands. Að því tilefni var gerð heimildarmynd þar sem skyggnst var á bak við tjöldin í fjölbreyttri starfsemi safnsins.

