Bókin er gefin út í tengslum við sýninguna Teikning - þvert á tíma og tæknií í Þjóðminjasafni Íslands 2012 - 2013. Sýningarefnið var teikningar fjögurra listamanna gerðar annars vegar seint á 18. öld og hins vegar í upphafi 21. aldar.

Þetta eru teikningar stærðfræðingsins John Baines frá Edinborg, sem fæddur var árið 1754, teikningar og grafíkmyndir eins þekktasta núlifandi myndlistarmanns á Norðurlöndum, Per Kirkebys frá Danmörku, málverk og teikningar íslensku listakonunnar Önnu Guðjónsdóttur, sem hefur verið búsett í Þýskalandi í fjölda ára og verk Þóru Sigurðardóttur, myndlistarmanns og sýningarhöfundar.

Teikningar John Baines, sem gerðar voru í leiðangri Sir John Thomas Stanley til Íslands og Færeyja árið 1789, miðla athugunum og greiningum vísindamannsins til áhorfandans. Myndir Kirkebys eru frá gönguferðum hans í Færeyjum og á Íslandi á árunum 2001 - 2008 og kallast á við jarðvísindalegan bakgrunn hans og vettvangsferðir um norðurslóðir. Nýleg verk Önnu Guðjónsdóttur hafa skýra vísun í könnunarferðir um lítt kannaðar slóðir og uppspretta grafískra teikninga Þóru Sigurðardóttur, frá 2011, er nánasta umhverfi og náttúra, hversdagsleg spor og ummerki tímans.

Author
John Baines, Per Kirkeby, Annu Guðjónsdóttir, Þóra Sigurðardóttir
Year of Publication
2012