Samfara viðamikilli sýningu á verkum Vigfúsar Sigurgeirssonar, ljósmyndara og kvikmyndagerðarmanns sem sýnd var í Þjóðminjasafni árið 2008 gaf safnið út bókina Þjóðin, landið og lýðveldið – Vigfús Sigurgeirsson, ljósmyndari og kvikmyndagerðarmaður.

Vigfús var einn fremsti ljósmyndari Íslendinga um miðbik 20. aldar og frumkvöðull í íslenskri kvikmyndagerð og var framlag hans til íslenskrar menningarsögu því mikið.

Bókin hefur að geyma fimm greinar ýmissa sérfræðinga:

Hógvær ljósmyndari í stórbrotinni náttúru eftir Lindu Ásgeirsdóttur, safnvörð við Byggðasafn Árnesinga; Íslendingar í heimi framtíðarinnar eftir Írisi Ellenberger, sagnfræðing; Ljósmyndasýning Vigfúsar Sigurgeirssonar Ísland í Kunsthalle Hamborg 1935 og dvöl hans í Þýskalandi eftir Christine Stahl, forstöðukonu Alfred Ehrhardt Stiftung, Köln; Orðlaust vald eftir Sigurjón Baldur Hafsteinsson, prófessor, og Fortíðin fest á filmu eftir Ágúst Georg Ólafsson, safnvörð Þjóðháttasafns Þjóminjasafns Íslands.

Í bókinni er birt nýtt úrval ljósmynda eftir Vigfús, en slíkt úrval hefur ekki verið gefið út áður.

Höfundur
Linda Ásgeirsdóttir, Íris Ellenberger, Christine Stah, Sigurjón Baldur Hafsteinsson,Ágúst Georg Ólafsson
Útgáfuár
2008