Þjóðin, landið og lýðveldið

Samfara viðamikilli sýningu á verkum Vigfúsar Sigurgeirssonar, ljósmyndara og kvikmyndagerðarmanns sem sýnd var í Þjóðminjasafni árið 2008 gaf safnið út bókina Þjóðin, landið og lýðveldið – Vigfús Sigurgeirsson, ljósmyndari og kvikmyndagerðarmaður.
Vigfús var einn fremsti ljósmyndari Íslendinga um miðbik 20. aldar og frumkvöðull í íslenskri kvikmyndagerð og var framlag hans til íslenskrar menningarsögu því mikið.
Bókin hefur að geyma fimm greinar ýmissa sérfræðinga:
Hógvær ljósmyndari í stórbrotinni náttúru eftir Lindu Ásgeirsdóttur, safnvörð við Byggðasafn Árnesinga; Íslendingar í heimi framtíðarinnar eftir Írisi Ellenberger, sagnfræðing; Ljósmyndasýning Vigfúsar Sigurgeirssonar Ísland í Kunsthalle Hamborg 1935 og dvöl hans í Þýskalandi eftir Christine Stahl, forstöðukonu Alfred Ehrhardt Stiftung, Köln; Orðlaust vald eftir Sigurjón Baldur Hafsteinsson, prófessor, og Fortíðin fest á filmu eftir Ágúst Georg Ólafsson, safnvörð Þjóðháttasafns Þjóminjasafns Íslands.
Í bókinni er birt nýtt úrval ljósmynda eftir Vigfús, en slíkt úrval hefur ekki verið gefið út áður.