Mynd á þili

Meðal grundvallarrita Þjóðminjasafnsins er tímamótaverk Þóru Kristjánsdóttur listfræðings frá árinu 2005: Mynd á þili : íslenskir listamenn á 16., 17. og 18. öld. Sú bók var gefin var út í samvinnu við JPV-útgáfu í tengslum við samnefnda sýningu í Bogasal Þjóðminjasafnsins.
Hér eru kynntir til sögunnar íslenskir myndlistarmenn, allt frá siðaskiptum og fram á 18. öld, og þau verk þeirra sem varðveist hafa, en fróðleikur um listsköpun Íslendinga á þessu tímabili hefur fram til þessa verið af skornum skammti.
Bókin er 179 blaðsíður í afar vönduðu broti og hana prýðir fjöldi ljósmynda af fagurlega útskornum munum og málverkum sem öll bera vitni um þann menningarsögulega fjársjóð sem skapandi einstaklingar fyrri alda hafa fært þjóðinni í arf með listiðkun sinni. Mynd á þili er gullfalleg bók sem hlotið hefur frábærar móttökur allra sem unna fögru handverki.