Ljósmyndari Mývetninga

Mannlífsljósmyndir Bárðar Sigurðssonar frá upphafi 20. aldar. Í tengslum við sýninguna Ljósmyndari Mývetninga - Mannlífsljósmyndir Bárðar Sigurðssonar frá upphafi 20. aldar gaf Þjóðminjasafn Íslands út vandaða bók með sama nafni. Í bókinni eru þrjár greinar um Bárð og fjöldi ljósmynda eftir hann.
Bókin hefur að geyma þrjár stuttar greinar um Bárð Sigurðsson (1872-1937) og ljósmyndun hans eftir Hörð Geirsson safnvörð við Minjasafnið á Akureyri, Ingu Láru Baldvinsdóttur fagstjóra við Ljósmyndasafn Íslands í Þjóðminjasafni og Sigrúnu Kristjánsdóttur forstöðumann Menningarstofnunar Þingeyinga. Margréti Hallgrímsdóttir þjóðminjavörður ritar formála. Ritstjóri er Inga Lára Baldvinsdóttir.
Í bókinni er birt úrval ljósmynda eftir Bárð, en slíkt úrval hefur ekki verið gefið út áður.