Jólaskellur skunda af stað

Skemmtileg jólabók með vísum um jólaskellurnar, systur jólasveinanna.
Flotsokka, Taska og Leppatuska búa í fjöllunum hjá Grýlu og Leppalúða og bræðrum sínum, jólasveinunum. En þær eru búnar að fá leið á því að híma heima í helli og koma skellandi kátar til byggða í desember! Þá er eins gott að vara sig, því þær eru uppátækjasamar og háværar, ákaflega sérvitrar … en líka ógurlega skemmtilegar.
Þær komu fyrst í heimsókn í Þjóðminjasafnið í desember árið 2023 til að hitta krakka. Við eigum von á þeim á hverju ári á aðventunni.
Lítið vísubrot úr bókinni:
Brot úr vísunum:
Taska hrífst af tildri
og tekur hvað hún sér.
Hún faldi fyrst í helli
en fullur nú hann er.
Með pokaskjatta og skjóðu
hún skreytir sína hlið
og finnst allt ósköp fallegt
sem fúlsa aðrir við.