Sýningarskrá gefin út í tengslum við samnefnda sýningu í Þjóðminjasafninu árið 2015 með greinum eftir sýningarhöfundinn Kristinn E. Hrafnsson myndlistarmann og Gunnar J. Árnason listheimspekingur, en formála ritar Margrét Hallgrímsdóttir þjóðminjavörður.

Rými er sennilega það eina sem við vitum að er alls staðar - að minnsta kosti í einhverjum skilningi. Það er sveigjanlegt og furðulegt, en umfram allt tengt tíma og hreyfingu. Saga stjörnu- og siglingafræðinnar er nátengd hugmyndum manna um rými og á tímum má heita að þetta hafi verið eitt og sama fyrirbærið. Þettu eru fræðin um alheiminn og það að leita og rata.

Afar lítið er til af gripum frá miðöldum sem tengjast þessum fræðigreinum og það er ekki fyrr en á seinni öldum, með aukinni þekkingu á heiminum, að tól og tæki verða skilvirk og nákvæm. Á sýningunni Á veglausu hafi skoðar Kristinn E. Hrafnsson stefnur og áttir, tengls staða og staðsetninga og tíma og tímamælinga og setur í samhengi við gang himintungla og nokkra muni úr Þjóðminjasafni Íslands.

Höfundur
Kristinn E. Hrafnsson, Gunnar J. Árnason, Kristinn E. Hrafnsson
Útgáfuár
2015