Hlutverk og saga

The image shows a modern and spacious interior space with a curved wall. The wall is adorned with large golden text in an unknown language. There are red benches along the wall, and a staircase leading up to a higher level. The overall impression is one of elegance and sophistication

Þjóðminjasafn Íslands var stofnað 24. febrúar 1863 og þá nefnt Forngripasafnið. Safnkosturinn átti sér þó ekki verðugan samastað fyrstu áratugina og var á hrakhólum í hartnær hundrað ár. Við stofnun lýðveldis 1944 ákvað Alþingi að reisa undir safnið hús og var Sigurður Guðmundsson arkitekt fenginn til að teikna húsið við Suðurgötu, húsið sem nú er eitt helsta kennileiti borgarinnar. Þjóðminjasafnið flutti á Suðurgötu árið 1950.

A black and white photograph of a large, multi-story building with a modern architectural style. The building has a central tower with several smaller wings extending out. The facade is characterized by large windows and a flat roof. The building appears to be located in a suburban or rural area with a street and lamppost visible in the foreground.
Mynd: Ljósmyndari Björn Björnsson (1889-1977). Þjóðminjasafn Íslands BB1-96.

Þann 24. febrúar 1863 færði Jón Árnason stiftsbókavörður stiftsyfirvöldumbréf frá Helga Sigurðssyni á Jörfa í Kolbeinsstaðahreppi þar sem hann býðst til að gefa Íslandi fimmtán gripi með þeirri ósk „að þeir verði fyrsti vísir til safns íslenskra fornmenja“. Íslenskir gripir höfðu fram að þessu einkum verið varðveittir í dönskum söfnum. Þórður Jónasson stiftamtmaður og Helgi Thordersenbiskup þáðu gjöfina skriflega samdægurs. Þeir fólu Jóni Árnasyni umsjón safnsins en hálfu ári seinna fékk hann að ráða Sigurð Guðmundsson málara sem annan umsjónarmann, en Sigurður hafði fyrstur sett fram hugmynd um stofnun safns af þessum toga.

Árið 1907 voru sett lög um verndun fornminja og hömlur við að þær væru fluttar úr landi. Árið 1911 hlaut safnið lögformlega nafnið Þjóðminjasafn Íslands, en hafði verið nefnt Forngripasafnið fram að því. Það var fyrstu áratugina til húsa á ýmsum háaloftum í Reykjavík, í Dómkirkjunni, Tukthúsinuvið Skólavörðustíg, Alþingishúsinu og í húsi Landsbanka Íslands við Austurstræti, uns það fékk inni í risi Landsbókasafnsins við Hverfisgötu (nú Safnahúsið) 1908 og var þar í fulla fjóra áratugi.

Fyrstu níu áratugina var einkum leitast við að safna jarðfundnum forngripum, kirkjugripum og öðrum listgripum frá síðari öldum. Hálfri öld eftir að frumgripirnir fimmtán komu til varðveislu voru safnfærslurnar orðnar yfir sex þúsund. Safninu voru einnig ánöfnuð nokkur sérsöfn sem tengdust ákveðnu fólki, svo sem Jóni Sigurðssyni forseta og Ingibjörgu Einarsdóttur, Tryggva Gunnarssyni bankastjóra, Jóni Vídalín konsúl og Helgu konu hans, hjónunum Þóru og Þorvaldi Thoroddsen prófessor, Williard Fiske prófessor og Andrési Johnsen hárskera og forngripasafnara í Ásbúð í Hafnarfirði. Eitt sérsafn Þjóðminjasafnsins, Ásbúðarsafn, geymir til að mynda um 20 þúsund muni.

Í tilefni Alþingishátíðarinnar 1930 afhentu dönsk yfirvöld um 200 íslenska dýrgripi úr dönskum söfnum og fjöldi íslenskra listgripa barst einnig frá Noregi.

Almennum nytjahlutum, sem ekki voru jafnframt listgripir, var byrjað að safna eftir 1950. Fjöldi ýmissa verkfæra og búsáhalda hefur stórvaxið í safninu á síðari áratugum og upp úr 1970 var hafist handa við að safna tækniminjum.

Við stofnun lýðveldis 1944 ákvað Alþingi að reisa undir safnið hús og var Sigurður Guðmundsson arkitekt fenginn til að teikna húsið við Suðurgötu, húsið sem nú er eitt helsta kennileiti borgarinnar. Þjóðminjasafnið flutti á Suðurgötu árið 1950.

Matthías Þórðarson
Matthías Þórðarson (1877-1961) þjóðminjavöruður frá 1907 til 1947. Mms-33980-A.
Freyja Hlíðkvist, specialist at the National Museum of Iceland.
Mynd: Freyja Hlíðkvist sérfræðingur í Munasafni. Ljósmyndari: Ívar Brynjólfsson.

Í Munasafni er nú um þrjú hundruð þúsund gripir af margvíslegu tagi. Þar má nefna ýmis konar muni úr daglegu lífi fólks, svo sem áhöld og verkfæri, fatnað, skart, rúmábreiður, húsbúnað, ljósfæri og rúmfjalir, kistla, drykkjarhorn og fleiri útskorna gripi. Þá eru varðveittir ýmsir kirkjugripir, eins og altaristöflur, líkneski, prédikunarstólar, höklar, altarisklæði og útdeilingaráhöld. Í safnkostinum eru jafnframt margvíslegar tækniminjar, vélar, bílar og bátar, svo fátt eitt sé nefnt. Stór hlutisafnkostsins eru gripir sem fundist hafa í jörðu og, lögum samkvæmt, ber að varðveita í Þjóðminjasafni Íslands.

Í Ljósmyndasafni Íslands er varðveittur stærsti efnisflokkurÞjóðminjasafnsins, eða um átta milljónir mynda, bæði úrval þjóðlífs- og mannamynda frá upphafi ljósmyndunar árið 1839 og fram yfir aldamótin 2000. Þá er á Ljósmyndasafninu best varðveitta úrval teiknaðra og málaðra manna- og þjóðlífsmynda frá Íslandi frá 16.-19. öld.

Húsasafnið er kjarni safnkostsins á landsbyggðinni. Þjóðminjasafnið varðveitir fjölda húsa á landsbyggðinni sem flest eru opin gestum.

Þjóðháttasafn safnar skipulega heimildum um lífshætti Íslendinga sem verða verðmæti komandi kynslóðum.

Þjóðminjasafnið opnað á ný
Árið 1998 var ráðist í gagngerar viðgerðir og breytingar á safnhúsinu við Suðurgötu. Allir gripir voru fluttir í vandaðar geymslur, en starfsfólk fékk aðstöðu á tveimur stöðum, í Kópavogi og Garðabæ.

Nýuppgert Þjóðminjasafn við Suðurgötu með nýrri grunnsýningum og sérsýningum var opnað á ný þann 1. september 2004. Í framhaldi af opnuninni var safnið tilnefnt til þátttöku í samkeppni Evrópuráðs safna (European Museum Forum, EMF) um safn Evrópu árið 2006 (European Museum of the Year 2006). Til greina í þá keppni koma söfn sem lokið hafa umfangsmiklum breytingum eða endurskipulagningu á einhverjum þætti starfseminnar eða ný söfn. Skilyrði er að ekki séu liðin meira en tvö ár frá endurnýjun eða stofnun þeirra safna sem verðlaun eða viðurkenningu hljóta. Þjóðminjasafn Íslands var eitt þriggja safna sem hlutu sérstaka viðurkenningu í samkeppninni 2006 (Special Commendation 2006).

Árið 2006 hlaut Þjóðminjasafnið einnig viðurkenningu Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra, fyrir gott aðgengi fyrir alla. Við endurnýjun safnsins var sérstök áhersla lögð á aðgengi fyrir alla og var viðurkenningin staðfesting á því að vel hafi til tekist.

The National Museum of Iceland, Suðurgata. Extension on the south side of the building, built in 2004.
Mynd: Þjóðminjasafnið Suðurgötu. Viðbygging á suðurhlið hússins, gerð 2004. Ljósmyndari Steindór Gunnar Steindórsson.
Suðurgata National Museum.
Mynd: Þjóðminjasafn Suðurgötu. Ljósmyndari: Steindór Gunnar Steindórsson.

Umsjónarmenn Forngripasafnsins:
Jón Árnason 1863-1882
Sigurður Guðmundsson 1863-1874
Sigurður Vigfússon 1878-1892
Pálmi Pálsson 1892-1896
Jón Jakobsson 1896-1907 

Þjóðminjaverðir:
Matthías Þórðarson 1907-1947
Kristján Eldjárn 1947-1968
Þór Magnússon 1968-2000
Margrét Hallgrímsdóttir 2000-2022
Harpa Þórsdóttir 2022 

Settir Þjóðminjaverðir:
Guðmundur Magnússon 1992-1994
Anna Guðný Ásgeirsdóttir og Anna Lísa Rúnarsdóttir 2014-2015
Þorbjörg Gunnarsdóttir 2022

Hlutverk Þjóðminjasafnsins

Þjóðminjasafn Íslands er höfuðsafn á sviði þjóðminjavörslu og starfar samkvæmt lögum. Starfsemi þess er fjölbreytt og það gegnir margþættu hlutverki. Í Þjóðminjasafni Íslands starfar fjöldi fræðimanna við rannsóknir, það er öðrum söfnum til ráðgjafar, stendur að vandaðri bókaútgáfu og viðamiklu fræðslustarfi auk þess að miðla menningararfi þjóðarinnar til mörg hundruð sýningargesta á degi hverjum.

Girls in traditional costumes.
Mynd: Telpur í þjóðbúningum. Þjóðminjasafn Íslands, Lpr-1603-2.

Þjóðminjasafn Íslands er eitt þriggja höfuðsafna á Íslandi, ásamt Listasafni Íslands og Náttúruminjasafni Íslands. Höfuðsöfn eru í eigu ríkisins og eru miðstöðvar safnastarfsemi hvert á sínu sviði. Þau eru öðrum söfnum til ráðgjafar og ber að stuðla að samvinnu safna og samræmdri safnastefnu. Þjóðminjasafn Íslands er byggðarsöfnum og öðrum minjasöfnum til ráðgjafar og stuðlar að samvinnu og samræmdri stefnu á sviði þjóðminjavörslunnar.

Þjóðminjasafni Íslands er lögum samkvæmt ætlað að vera miðstöð þjóðminjavörslu. Safninu er ætlað að stunda rannsóknir á menningarsögulegum minjum ásamt því að miðla þekkingu á menningararfi þjóðarinnar, innan lands og utan.  

Minjar í vörslu safnsins eru allt frá þjóðháttum, húsbúnaði, fatnaði, listgripum, kirkjugripum, verkfærum og atvinnuminjum, til húsasafnsins sem telur 43 hús vítt og breitt um landið. Á vegum safnsins starfa sérfræðingar í fjölmörgum greinum, s.s. forvörslu, fornleifafræði, byggingarsögu, þjóðháttafræði, sagnfræði og listfræði. Hlutverk Þjóðminjasafns Íslands og byggðasafna er að safna, skrásetja, varðveita, forverja og rannsaka minjar, svo sem forngripi, kirkjugripi, listmuni, nytjahluti, svo og myndir, hljóðritanir og skráðar heimildir um þjóðhætti og kynna þær, innan lands og utan. Til slíkra minja geta einnig talist hús sem hafa sérstakt gildi að mati þjóðminjavarðar.  

Til slíkra minja geta einnig talist hús sem hafa sérstakt gildi að mati þjóðminjavarðar. Hverju byggðasafni ber að leggja áherslu á söfnun og sýningu á munum sem telja má einkennandi eða sem hafa sögulegt gildi fyrir byggðarlag eða landsfjórðung. Þjóðminjasafninu ber að stuðla að rannsóknum á minjum um menningarsögu Íslendinga og útgáfu fræðilegra rita um þær. Í safninu skulu varðveittir aflagðir kirkjugripir og þeir gripir sem safnið og forráðamenn kirkna eru sammála um að ekki sé ástæða til að hafa í kirkjum lengur. Þó getur Þjóðminjasafnið falið viðurkenndu safni varðveislu gripanna. Fræðslustarf safnsins er umfangsmikið og mikilvægur þáttur í starfseminni. Heimsóknir nemenda á öllum skólastigum hafa verið fastur liður í starfseminni um áratuga skeið. Háskólanemar í safnafræði, sagnfræði, listasögu, þjóðfræði og fornleifafræði finna sér einnig verkefni á vettvangi safnsins.

Grunnsýning Þjóðminjasafnsins Þjóð verður til – Menning og samfélag í 1200 ár hefur það markmið að gera sem flestum kleift að fá innsýn í menningarsögu þjóðarinnar frá landnámi til vorra daga. Sýningum Þjóðminjasafnsins er ætlað að endurspegla fjölbreytt hlutverk þess og þær rannsóknir sem fara fram innan stofnunarinnar.

Lára Ingibjörg Lárusdóttir (1889-1954). Photographer: Pétur Brynjólfsson (1881-1930). National Museum of Iceland
Mynd: Lára Ingibjörg Lárusdóttir (1889-1954). Ljósmyndari: Pétur Brynjólfsson (1881-1930). Þjóðminjasafn Íslands, PBr2-18644.
Fylgstu með

Skráðu þig á póstlista Þjóðminjasafnsins.

Þegar þú skráir þig á póstlista Þjóðminjasafnsins færðu boð á sýningaropnanir, fréttir af viðburðum og sýningum og tilboð í Safnbúð.

Takk!  Staðfestu skráninguna með því að smella á linkinn sem við vorum að senda þér.
Eitthvað fór úrskeiðis. Reyndu aftur.