Thjodminjasafn-Islands-Sudurgata
þjóðminjasafnið við suðurgötu

Þjóðminjasafn iðar af lífi allan ársins hring. Á degi hverjum tökum við á móti mörg hundruð gestum, hvaðanæva að úr heiminum og á öllum aldri, sem vilja kynnast sögu okkar og menningu. Hlutverk Þjóðminjasafnsins er að miðla menningararfi þjóðarinnar og sýningar og viðburðir á Suðurgötu endurspegla hið fjölbreytta starf sem fram fer innan Þjóðminjasafnsins.
Verið ávallt velkomin.

Hlutverk og saga

The image shows a modern and spacious interior space with a curved wall. The wall is adorned with large golden text in an unknown language. There are red benches along the wall, and a staircase leading up to a higher level. The overall impression is one of elegance and sophistication

Þjóðminjasafn Íslands er höfuðsafn á sviði þjóðminjavörslu og starfar samkvæmt lögum. Starfsemi þess er fjölbreytt og það gegnir margþættu hlutverki. Í Þjóðminjasafni Íslands starfar fjöldi fræðimanna við rannsóknir, það er öðrum söfnum til ráðgjafar, stendur að vandaðri bókaútgáfu og viðamiklu fræðslustarfi auk þess að miðla menningararfi þjóðarinnar til mörg hundruð sýningargesta á degi hverjum.  

Lesa meira

Starfsfólk

National Museum of Iceland Staff

Í Þjóðminjasafninu starfar öflugur og fjölbreyttur hópur sem leggur sig fram um að sinna meginhlutverki safnsins: Að varðveita, rannsaka og miðla menningararfi Íslendinga. Auk skrifstofu þjóðminjavarðar eru þrjú svið innan stofnunarinnar. Rannsóknir og varðveisla muna fer fram á kjarnasviði, sýningarhald, móttaka og þjónusta við gesti á þjónustusviði og fjármál, rekstur og öryggismál eru í höndum fjármálasviðs.

Fjármálasvið

UMSJÓNARMAÐUR SKRIFSTOFU

Harpa Magnadóttir

SKJALASTJÓRI

Már Einarsson

UMSJÓNARMAÐUR TÖLVU- OG NETKERFA

Pétur Steinn Ásgeirsson

FRAMKVÆMDARSTJÓRI FJÁRMÁLASVIÐS

Þorbjörg Gunnarsdóttir

Þjónustusvið

ÞJÓNUSTUFULLTRÚI

Bergdís Klara Marshall

ÞJÓNUSTUFULLTRÚI

Berglind Ýr Sveinbjörnsdóttir

VERKEFNASTJÓRI SÝNINGA

Bryndís E. Hjálmarsdóttir

ÞJÓNUSTUFULLTRÚI

Giorgia Sottotetti

ÞJÓNUSTUFULLTRÚI

Guðný Jónsdóttir

Kjarnasvið safneignar

SKRÁNINGASTJÓRI

Þorleifur Óskarsson

FRAMKVÆMDASTJÓRI SAFNEIGNAR

Ágústa Kristófersdóttir

SÉRFRÆÐINGUR HÚSASAFNS

Alma Sigurðardóttir

SÉRFRÆÐINGUR FORNMINJA

Ármann Guðmundsson

ÞJÓNUSTU- OG SKRÁNINGARFULLTRÚI Á LJÓSMYNDASAFNI

Erla María Kristmundsdóttir

Skrifstofa þjóðminjavarðar

ÞJÓÐMINJAVÖRÐUR

Harpa Þórsdóttir

MANNAUÐSSTJÓRI

Ingibjörg Eðvaldsdóttir

Kaffihús og Safnbúð

Kaffihus_Þjodminjasafnsins

Á borgarröltinu er upplagt að koma við á Þjóðminjasafninu, setjast niður með kaffibolla í glerskálanum, fylgjast með mannlífinu á háskólasvæðinu og svipast um í Safnbúðinni þar sem finna má einstakar og fallegar vörur, sérhannaðar fyrir Þjóðminjasafnið. Við tökum vel á móti þér – í hjarta borgarinnar.

Safnbúð Þjóðminjasafnsins

Safnbúð

Í Safnbúðinni er að finna fallegar gjafavörur sem endurspegla sýningar og safnkostinn. Þar færðu vandaðar eftirmyndir af munum sem fundist hafa í jörðu og eru til sýnis á safninu, meðal annars íslenska skartgripi sem njóta mikilla vinsælda, ásamt galdrastöfum og töfrarúnum. Í búðinni er að finna úrval vandaðra bóka, meðal annarra útgáfur Þjóðminjasafnsins.

Safnbúðin er opin alla daga frá kl. 10-17

Vefverslun

Kaffihús

Á kaffihúsi Þjóðminjasafnsins er hægt að kaupa gæðakaffi, te, gos og léttar veitingar ásamt bjór og léttvíni.

Notalegur viðkomustaður í hjarta borgarinnar, hvort sem þú vilt skoða sýningar eða einfaldlega njóta veitinga í fallegu umhverfi.

Opið alla daga frá kl. 11 - 16 alla daga.

Kaffihús Þjóðminjasafnsins

Minjar og saga, vinafélag Þjóðminjasafnsins

Minjar og saga, vinafélag Þjóðminjasafnsins, hefur starfað frá árinu 1988. Markmið þess er að styrkja starfsemi safnsins á ýmsan hátt og halda á lofti mikilvægi þess að vel sé búið að helsta menningarsögulega safni þjóðarinnar.

Lesa meira
Minjar og Saga

Viltu ganga í vinafélagið Minjar og Saga? Hér getur þú skráð þig.

Thank you! Your submission has been received!
Oops! Something went wrong while submitting the form.
Fylgstu með

Skráðu þig á póstlista Þjóðminjasafnsins.

Þegar þú skráir þig á póstlista Þjóðminjasafnsins færðu boð á sýningaropnanir, fréttir af viðburðum og sýningum og tilboð í Safnbúð.

Takk!  Staðfestu skráninguna með því að smella á linkinn sem við vorum að senda þér.
Eitthvað fór úrskeiðis. Reyndu aftur.