Um Þjóðminjasafn Íslands

Þjóðminjasafn iðar af lífi allan ársins hring. Á degi hverjum tökum við á móti mörg hundruð gestum, hvaðanæva að úr heiminum og á öllum aldri, sem vilja kynnast sögu okkar og menningu. Hlutverk Þjóðminjasafnsins er að miðla menningararfi þjóðarinnar og sýningar og viðburðir á Suðurgötu endurspegla hið fjölbreytta starf sem fram fer innan Þjóðminjasafnsins.
Verið ávallt velkomin.
Hlutverk og saga

Þjóðminjasafn Íslands er höfuðsafn á sviði þjóðminjavörslu og starfar samkvæmt lögum. Starfsemi þess er fjölbreytt og það gegnir margþættu hlutverki. Í Þjóðminjasafni Íslands starfar fjöldi fræðimanna við rannsóknir, það er öðrum söfnum til ráðgjafar, stendur að vandaðri bókaútgáfu og viðamiklu fræðslustarfi auk þess að miðla menningararfi þjóðarinnar til mörg hundruð sýningargesta á degi hverjum.
Lesa meiraStarfsfólk

Í Þjóðminjasafninu starfar öflugur og fjölbreyttur hópur sem leggur sig fram um að sinna meginhlutverki safnsins: Að varðveita, rannsaka og miðla menningararfi Íslendinga. Auk skrifstofu þjóðminjavarðar eru þrjú svið innan stofnunarinnar. Rannsóknir og varðveisla muna fer fram á kjarnasviði, sýningarhald, móttaka og þjónusta við gesti á þjónustusviði og fjármál, rekstur og öryggismál eru í höndum fjármálasviðs.
Fjármálasvið



Pétur Steinn Ásgeirsson

Þjónustusvið



Bryndís E. Hjálmarsdóttir


Kjarnasvið safneignar





Erla María Kristmundsdóttir
Skrifstofa þjóðminjavarðar

.webp)
Kaffihús og Safnbúð

Á borgarröltinu er upplagt að koma við á Þjóðminjasafninu, setjast niður með kaffibolla í glerskálanum, fylgjast með mannlífinu á háskólasvæðinu og svipast um í Safnbúðinni þar sem finna má einstakar og fallegar vörur, sérhannaðar fyrir Þjóðminjasafnið. Við tökum vel á móti þér – í hjarta borgarinnar.

Safnbúð
Í Safnbúðinni er að finna fallegar gjafavörur sem endurspegla sýningar og safnkostinn. Þar færðu vandaðar eftirmyndir af munum sem fundist hafa í jörðu og eru til sýnis á safninu, meðal annars íslenska skartgripi sem njóta mikilla vinsælda, ásamt galdrastöfum og töfrarúnum. Í búðinni er að finna úrval vandaðra bóka, meðal annarra útgáfur Þjóðminjasafnsins.
Safnbúðin er opin alla daga frá kl. 10-17
Kaffihús
Á kaffihúsi Þjóðminjasafnsins er hægt að kaupa gæðakaffi, te, gos og léttar veitingar ásamt bjór og léttvíni.
Notalegur viðkomustaður í hjarta borgarinnar, hvort sem þú vilt skoða sýningar eða einfaldlega njóta veitinga í fallegu umhverfi.
Opið alla daga frá kl. 11 - 16 alla daga.

Minjar og saga, vinafélag Þjóðminjasafnsins
Minjar og saga, vinafélag Þjóðminjasafnsins, hefur starfað frá árinu 1988. Markmið þess er að styrkja starfsemi safnsins á ýmsan hátt og halda á lofti mikilvægi þess að vel sé búið að helsta menningarsögulega safni þjóðarinnar.
Lesa meira